El-Kere, Gurra, Negele, Omo Rade, Hindane og Maputo.

Nafnarunan sú arna eru fimm staðir af miklu fleiri sem ég hef átt kost á að heimsækja í þremur Afríkuferðum til Eþíópíu og Mósambík til að sjá hverju aðstoð Íslendinga við fátækar þjóðir hefur orkað.

Á öllum stöðunum ríkir neyð meðal fólksins, sem er svo langt umfram það sem við þekkjum hér á landi að leita þarf aftur til Móðuharðindanna til að finna hliðstæðu og á öllum stöðunum mátt sjá ómetanlegan árangur íslenskrar hjálpar.

Svo heyrir maður Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar nefna þetta meðal "gæluverkefna" og verja þá nöturlegu staðreynd að Íslendingar, ein af ríkustu þjóðum heims, ver minna í þróunarhjálp á hvern íbúa en nokkurt annað vestrænt ríki.

Og greiddi ein allra þingmanna atkvæði gegn því á sínum tíma að reynt yrði að berja í brestina varðandi þessa þjóðarskömm.

Það má þó Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins þó eiga, að hann reyndi að minnka þessa skömm á þeim tíma sem hann var utanríkisráðherra.  

 

 


mbl.is „Skammaðist þingmaðurinn sín þá?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konan, sem svo margir formæltu.

Tveiumur aðilum, sem komu að málum eftir Hrunið, var formælt af mörgum hér á landi.

Þetta voru AGS og Eva Joly. Ummæli Evu þess efnis að málaferli vegna Hrunsins gætu tekið nokkur ár voru notuð sem rök fyrir því að ekkert ætti að gera í þessum málum og henni valin alls kyns ónefni eins og kvensnift, kommakerling og hvað eina.

Aðalatriðið í þessum málflutning andmælenda þess, sem gert var, var að fráleitt væri að kafa neitt ofan í Hrunið og enn fráleitara að láta einhverja vonda útlendinga í AGS koma nálægt björgunarstarfinu.

Hæst höfðu þeir sem sjálfir áttu mestan þátt í að beisla græðgi og auðtrú þjóðarinnar til að kynda upp allt það bál, sem að lokum brenndi íslenska fjármálakerfið til grunna svo að engin dæmi eru til eins hjá nokkurri þjóð.

Gaman væri að vita hve margir þeirra, sem máttu alls ekki heyra það nefnt að AGS legði til nauðsynlegt lánsfé og aðstoð til rústabjörgunarinar telji nú að hjálp AGS hafi verið til ills eins.

Dómarnir, sem nú hafa fallið, eiga eftir að fara fyrir Hæstarétt. Dómurum og dómskerfi getur auðvitað skjátlast eins og öðrum mannlegum stofnunum.

Enn hafa íslenska dómskerfið og þjóðin til dæmis ekki gert upp Guðmundar- og Geirfinnsmálin eins og vera ber.

En það breytir ekki því að fjöldi áhrifamikilla Íslendinga óskaði einskis heitara en að ekki yrði hreyft við neinu varðandi Hrunið og taldi fráleitt að utanaðkomandi aðilar, sem ekki tengdust því, fengju að leggja lið sitt. Það er íhugunarvert.     


mbl.is Eva Joly: Réttlætinu fullnægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband