Grjónagrautur Framsóknar aftur borinn á borð !

1983 neyddist ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til þess að grípa til strangra aðhaldsaðgerða í efnahagsmálum vegna mestu óðaverðbólgu í sögu landsins.

Forsætisráðherrann, formaður Framsóknarflokksins var gagnrýndur fyrir það hve harkalega væri gengið gegn þeim sem minna mættu sín, svo sem barnafólki og ungu fólki, sem væri að koma sér upp húsnæði, á sama tíma sem lúxus viðgengist hjá ráðamönnum. 

Svo væri komið að fyrir marga væri eina leiðin að hafa grjónagraut í allar máltíðir.

Forsætisráðherrann svaraði því til að þegar hann hefði verið í sveit í Skagafirði á æskuárum hefði grjónagrautur verið í flest mál og hann hefði verið góður.

Einföld lausn í boði Framsóknar, sem nú er boðið upp á í annað sinn.  

Talskona Framsóknar grípuir aftur til grjónagrautsins góða.

"Hann er góður", sagði Denni á sínum tíma.

Og hann er víst enn jafn góður. 


mbl.is Sveinbjörg hyggst lifa á 750 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og samt fer kólnandi ?

Í fyrra heyrðist sú rödd hjá kuldatrúarmönnum að ekki væri að marka háa hitatölu ársins af því að ef janúar og febrúar væru ekki teknir með, væri árið aðeins svalara en meðalár það sem af er þessari öld. 

Af þessu leiddi að það færi sannanlega kólnandi og allt raus um hlýnandi veðurfar væri tal manna á borð við Al Gore sem græddu á því og hefðu að því atvinnu og tekjur að fjalla um hlýnunina.

Nú má búast við að kuldatrúarmenn vilji draga þá mánuði frá á þessu ári, sem hafa verið hinir hlýjustu í sögu mælinga til þess að geta áfram glaðst við trú sína á kólnunina, jafnvel draga allt þetta ár frá, ef ekki vill betur.

Það hafa kannski einhverjir tekið eftir því hvað ég hef gaman af að skrifa nýja og nýja pistla um vonir og þrár kuldatrúarmanna.

En ástæðan er einföld: Í hvert skipti koma þeir fram með nýjar og nýjar kenningar um kólnunina sína og trúa heitar á hana en nokkru sinni fyrr.  


mbl.is Aldrei áður jafnhlýtt í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er lítið sem hundstungan finnur ekki.

Fréttir af því að sögusagnir um áverkar Michael Schumachers hefðu stafað af GoPro vél á höfði hans hefðu valdið áverkanum við það að hann lenti utan í kletti á skíðum og að hlutabréf í GoPro hefðu fallið stórlega í kjölfarið sýna glöggt hve lítið virðist þurfa til að gera eina fjöður að fjórum hænum hvað varðar traust á fyrirtækjum og vörum þeirra.

Í fyrsta lagi hefur fréttin hefur ekki verið staðfest. Í öðru lagi er erfitt að sjá hvernig GoPro vélin ein olli svona miklum áverkum. Í þriðja lagi er spurningin um það, ef þetta er satt, með hvaða rökum það geti valdið verðfalli á fyrirtækinu.

Það sýnist svona álíka rökrétt eins og að hlutabréf hjá öllum gleraugnaframleiðendum heims féllu, af því að sögusagnir væru um að í árekstri hefðu gleraugu brotnað og valdið blindu hjá þeim, sem var með þau þegar óhappið átti sér stað.

Þetta minnir á gamla máltækið: "Það er lítið sem hundstungan finnur ekki." 


mbl.is Áverkar Schumachers vegna GoPro-vélar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband