Gömul saga og ný: Hver lak? Ekki hverju.

Það er gömul saga og ný, að þegar upplýst er um eitthvað misjafnt, sem leynt á að fara, er málinu oft snúið upp í það að gera það að aðalatriði, hver lak til þess að breiða yfir hið raunverulega stóra mál. 

Og síðan endar það oft með því að sendiboða vondra tíðinda er refsað, en hið raunverulega aðalmál hverfur í skuggann.  


mbl.is Eimskip kærir meintan leka á gögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta myndin af jörðinni: Utan úr geimnum.

Í fróðlegum sjónvarpsheimildarþáttum um mannkynið, jörðina og tilveruna að undanförnu, er það ein af niðurstöðunum, að fátt hafi lyft anda mannsins jafn mikið og verið jafn mikið stökk fyrir þroska hans og tilfinninguna fyrir jörðinni, heimili okkar allra, en þegar geimfarar fóru út í geim og sáu jörðina úr miklu meiri fjarlægð og frá allt öðru og víðara sjónarhorni en nokkur mannvera hafði séð hana fram að þvi. 

Þetta er ein kvekjan af fleygum orðum Kennedys Bandaríkjaforseta í ræðu í kjölfar Kúbudeilunnar þar sem hann benti á mótsögnina í því að Bandaríkjamenn og Sovétmenn hótuðu hvorir öðrum tortimingu kjarnorkuvopna:

"Við lifum öll á sömu jörðinni, öndum öll að okkur sama loftinu, eigum öll afkomendur, sem okkur er annt um og erum öll dauðleg."

Nokkrum mánuðum síðar var hann myrtur.  

Besta myndin af jörðinni var tekin utan úr geimnum og í gær benti Haraldur Sigurðsson á það í bloggpistli sínum að besta myndin af Holuhrauni væri tekin utan úr geimnum.  

Kannski var besta myndin af íslensku moldroki og sandstormi líka tekin utan úr geimnum, þar sem sást í sjónhendingu það sem Ríó-tríóið söng undir lagi Gunnars Þórðarsonar við ljóð Jónasar Friðriks: "Landið fýkur burt."  

En síðan geta miklar nærmyndir líka geymt minnisverð augnablik og sjónarhorn, sem maður setur inn á facebook síðu sína.

Mögnuðust þeirra frá því í gær var lifandi mynd, sem ég ætla að geyma aðeins betur áður en hún fer á flakk.  


mbl.is „Besta myndin af Holuhrauni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband