Er náttúran sjálf að leita jafnvægis?

Skiptar skoðanir hafa verið um friðun refs í friðlandinu á Hornströndum. Tvennt hefur aðallega verið talið slæmt við þessa friðun: 

1. Refurinn á þarna griðland og fjölgar sér svo mikið, að hann dreifist út í byggðirnar og veldur þar miklum usla.

2. Refurinn fær næði til að rústa fuglalífinu þar sem hann er friðaður.

Eitt er það sem fær mann til að efast um að þetta sé svona einfalt. Þegar fornmenn komu og námu landið, þeirra á meðal Geirmundur heljarskinn á Hornströndum, hefði refurinn átt að vera búinn að gereyða fuglalífinu þar og um allt land. En þannig var það ekki, þótt hann hefði haft tíu þúsund ár til þess að gera það.

Spurning er hvort náttúran sjálf leiti ekki jafnvægis þannig, að þegar dýrategund hefur fjölgað svo mjög að hún gangi nærri þeim stofnum dýra og fugla, sem hún lifir á, valdi of lítið fæðuframboð því að hinn ógnandi stofn hríðfellur og að þannig leiti náttúran sjálf nýs jafnvægis. 

Sú spurning getur vaknað varðandi hrun í refastofninum á Hornströndum og fróðlegt verður að vita hvert framhaldið verður þar á næstu árum.  


mbl.is Aldrei áður fundið eins mörg dauð dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö stórmál þessara daga.

Fólk er flest minnt óþyrmilega á það einhvern tíma á lífsleiðinni hvers virði heilsan er. Án hennar hrynur allt annað að mestu. 

Þessa dagana eru tvö stór hellbrigðistmál í raun mikilvægustu málin í bráð og lengd, annars vegar yfirvofandi hrun heilbrigðiskerfisins og hins vegar loftmengunin, sem eldgosið í Holuhrauni hefur valdið.

Rétt eins og fyrrnefnda málið, er það síðarneffnda stærra en virðist í fljótu bragði.

Ástæðan er sú að áhrif brennisteinsvetnis á lungu og heilsu fólks eru lúmsk og koma ekki öll fram í fyrstu.

Vitað er að blöðrurnar, sem myndast í lungunum við innöndun brennisteinsvetnis, koma ekki að fullu fram fyrr en viku eftir innöndun.

En hitt er ekki vitað til fulls hve mikil áhrif á heilsuna langvarandi innöndun þessa eiturlofts hefur.

Samfélag eins og Höfn í Hornafirði er berskjaldað fyrir áhlaupi gaseitrunarinnar. Það eru ekki til gasgrímur fyrir svona margt fólk og það er ekki hægt að rýma svona stórt samfélag.

Það eru ekki margir sem átta sig á því að sveitirnar sunnan Vatnajökuls eru álíka langt frá gosstöðvunum og Mývatnssveit. Frá Sauðárflugvelli á Brúaröræfum er langstyst til flugvallar í þéttbýli til Hafnar í Hornafirði.  

Fjórðungur landsmanna og yfir 70% búfjár þeirra féll í Móðuharðindunum 1783-84 og ljóst er, að miðað við þau vandkvæði sem eitruinin úr Holuhrauni veldur, er nútíma samfélag er mjög vanbúið að takast á við jafn stórfellda eitrun lofts og varð í Móðuharðindunum.

Í upphafi Seinni heimsstyrjaldannar var dreift gasgrímum til íbúa í London og fleiri stórborgum til að verjast hugsanlegri gasárás.

Slíka árás var aldrei gerð vegna ótta um að henni yrði svarað með gagnárás.

En íslensk eldfjöll spyrja ekki um neitt slíkt heldur fara sínu fram án þess að nokkuð verði við það ráðið. Stórgos á borð við Skáftárelda geta orðið hvenær sem er. 

Þess vegna er löngu tímabært að taka viðbrögð viði vá á borð við Skaftáreld til gagngerrar skoðunar.  


mbl.is Þokkaleg loftgæði eins og stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband