Hin bandaríska millistéttarhagfræði.

Ég var staddur í Bandaríkjunum um tíma haustið 2008 þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar stóðu sem hæst og efnahagshrunið dunið yfir og fylgdist því betur með kosningunum þar en oftast áður. 

Áberandi var sú áhersla sem báðir frambjóðendur lögðu á hag millistéttarinnar og lagði Obama sig sérstaklega fram um að halda því á lofti. 

Röksemdirnar lutu að því að þetta væri afar fjölmenn stétt og stæði til dæmis að baki meira en 90% allra fyrirtækja í BNA. Af því leiddi að bót á kjörum hennar skilaði sér betur í aukinni neyslu og hagvexti en nokkuð annað eitt efnahagsatriði. 

Báðir frambjóðendur voru á atkvæðaveiðum og vissu meðal annars að í landi þar sem stórlega skortir á kosningaþátttöku vegna þess að fólk þarf að hafa fyrir því og standa af því straum að komast á kjörskrá, væri vænlegasta veiðivonin á flesta lund að höfða til millistéttarfólksins. 

Núverandi ráðamenn hér á landi halda því mjög á lofti að innspýting í kjör millistéttarinnar hér aukinni neyslu og hagvexti,fleiri störfum í verslun og þjónustu og hækkandi tekjur skiluðu sér að hluta til í ríkissjóð í formi hærri skatttekna, sem ekki fengjust með skattpíningu. 

Þetta er vísu að hluta til rétt, en í samanburðinum við aðra kosti, svo sem að fjárfesta í menntun, hugviti og framkvæmdum við innviði þjóðfélagsins, er því sleppt, að einnig slík fjárfesting skilar sér í auknum umsvifum, verslun, þjónustu og atvinnusköpun. 

Þegar Franklin Delano Roosevelt réðist gegn kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar fólust aðgerðir hans meðal annars í stórauknum opinberum framkvæmdum. 

Og gallinn við eftirsóknina eftir aukinni neyslu þess hluta landsmanna, sem hefur fengið stærstu skammtana af "leiðréttingunni", er mikill kippur í kaupum á ýmsum dýrum lúxusvörum, sem minni þörf er fyrir en þær nauðsynjar sem afskiptu þjóðfélagshóparnir fá engan stuðning til að kaupa. 


mbl.is Ungt fólk gleymdist í leiðréttingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir og hve margir hafa beðið Nígeríumanninn afsökunar opinberlega?

Afsökunarbeiðnir hrúguðust upp í Kastljósi í gærkvöldi og vafalaust fleiri svipaðar afsökunarbeðinir í dag til starfsfólks innanrikisráðuneytisins, ráðherrans og annarra Íslendinga, sem urðu fyrir barðinu á afleiðingum lekans. 

Ég hef að vísu ekki hlustað á allar umræðurnar eða fréttinar af málinu, enda ekkert smáræði þar á ferð, en hef ekki heyrt að fyrsti maðurinn, sem hefði átt að fá afsökunarbeiðni, Nígerímaðurinn, hafi verið beðinn afsökunar á brotinu gagnvart honum. 

Sé svo, væri gaman að vita hve margir hafa gert það. 

Það var aðeins fyrst í stað fyrir ári sem fjallað var um manninn sjálfan á nokkrum stöðum í fjölmiðlum og þá til þess að velta sér upp úr þeim aðdróttunum, dylgjum og viðkvæmu persónulegu upplýsingum, sem lekið var til að ófrægja manninn og niðurlægja hann.

Svo er að sjá sem það þyki sjálfsagt hér á landi að allt annað gildi um útlendinga en innfædda, innmúraða og innvígða Íslendinga.

Þessa hugsun mætti til dæmis orða með spurningunni, sem á að réttlæta þetta: Getur nokkuð gott komið frá Nígeríu? 

Í sambandi við það væri okkur hollt að hugsa til samhljóða spurningar úr Biblíunni, þar sem staðarnafnið byrjar á stafnum N, þ. e. í setningunni "Getur nokkkuð gott komið frá Nazaret?"


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi vegna lekans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málin hafa snúist í höndum sumra.

Í heilt ár hafa verið uppi raddir þeirra á opinberum vettvangi sem krafist hafa niðurfellingar svonefnds lekamáls og haft allt á hornum sér varðandi það að rétt hafi verið hjá fjölmiðlum, ríkissaksóknara og lögreglustjóranjum í Reykjaík að fjalla um þetta mál.

Ekki hefur vantað samsæriskenningar um "herferð" af pólitískum hvötum og hefur hugmyndaflugið á bak við þennan söng oft verið býsna skrautlegt.

Nú, þegar botn virðist fenginn í málið virka þessar raddir hjákátlegar kenningarnar í meira lagi langsóttar sem og þrýstingurinn á það að fella málið niður. 

 


mbl.is Gagnrýnir umfjöllun um ákæruvaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband