Þarf að taka þrjú núll af krónunni.

Íslenska krónan hefur rýrnað svo mikið á tæpri öld, að ein króna fyrir 94 árum jafngildir víst um 4000 krónum nú.

1981 voru tvö núll tekin af henni, þannig að hundrað krónur urðu að einni krónu.

Því miður ruglaði þetta flest í ríminu því að miklu skýrara hefði verið að taka þrjú núll af.

Þá hefði milljón orðið að þúsundi og milljarður að milljón.

Nú er krónan orðin talsvert verðminni en hún var fyrir myntbreytinguna 1981 svo að það er komið tilefni til nýrrar myntbreytingar, enda hvort eð er komið tilefni til að breyta seðlum í mynt og leggja myntir niður. 

Eitt af því sem ruglaði fólk í Hruninu var hve upphæðirnar sem það snerist um, voru fáránlega háar. Fólk varð hreinlega dofið og slævt. 

Ég hygg að lægri tölur en samt í auðskiljanlegu hlutfalli við núverandi tölur, yrðu til bóta.  


mbl.is 500 krónu mynt í stað seðils
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir talan "rúmlega hálft prósent"?

Í frétt í blaði var þess getið að NA-SV brautin, svonefnd "neyðarbraut" á Reykjavíkurflugvelli aðeins verið notuð í "rúmlega hálft prósent" lendinga á vellinum á síðasta ári. 

Með því að flagga svona lágri tölu er augljóslega verið að draga nytsemi vallarins stórlega niður. 

En hvað þýðir þessi tala?  Jú, "rúmlega hálft prósent" notkun brautarinnar samsvarar því að vegna þess að ófært var til lendinga á öðrum brautum vallarins í hátt í þrjá sólarhringa hafi neyðarbrautin verið í notkun þessa daga þetta ár.

Vel getur verið að brautin hafi verið notuð meira önnur ár í hvimleiðum óveðraköflum með hvassri suðvestanátt með dimmum éljum.  

Nú er það svo að það, að enda þótt önnur af tveimur aðalflugbrautum vallarins sé notuð umfram hina þýðir það ekki sjálfkrafa að ófært sé til lendinga á hinni. 

En reglurnar um neyðarbrautina eru þess eðlis að heitið "neyðarbraut" lýsir best notkun hennar. 

Hún er langstysta brautin og hindranir í framhaldi af norðausturenda hennar eru nógu háar til þess að flugtök til norðausturs eru bannaðar. 

Vegna þessara hindrana, sem væru ansi háar í aðflugi í logni, er brautin aðeins notuð þegar ófært er til lendinga á hinum brautunum tveimur. 

Þá er aðflugið flogið mun brattar og hægar miðað við jörð, vegna þess hve mótvindurinn er mikill. 

Það munar um það ef bæði Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur eru lokaðir í hvassri suðvestanátt fyrir innanlandsflugið, því að NA/SV braut Keflavíkurflugvallar hefur verið lokuð í mörg ár. 

Dagarnir, sem neyðarbrautin í Reykjavík er notuð, eru yfirleitt dagar erfiðleika í samgöngum á landi og í lofti að vetrarlagi. 

Sé neyðarbrautin lokuð eru allir aðrir innanlandsflugvellir landsins sjálfkrafa lokaðir líka í þjá daga á ári eða meira, því að Reykjavíkurflugvöllur er endastöð allra flugleiðanna. 

Fyrir landshlutana, sem þessir flugvellir eru í, munar um þrjá aukadaga, sem lokað er þangað til flugs einmitt þegar mest liggur við.

Það er hreinn óþarfi að loka neyðarbrautinni eins og ég hef áður bent á hér á blogginu. Aðeins þarf að breyta þannig skipulaginu á Hlíðarendareitnum, að auðu svæðin, sem nú stendur til að verði fjær brautarendanum, verði í staðinn við brautarendann, en byggingar, sem nú stendur til að verði við brautarendann, verði fjær brautarendanum.  


mbl.is Viljandi gerður að verri kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir því sem við vitum meira vitum við minna.

Afstæðiskenning Einsteins er þekktasta heiti kenningar um stjörnurnar og alheiminn.

Vitneskja vísindamanna um geiminn eða alheiminn vex hröðum skrefum en þessi vitneskja er afstæð, því að menn fá það á tilfinninguna og komast í það hugarástand að finnast, að þeir viti minna og minna eftir því sem þeir vita meira og meira og þannig hefur það einmitt verið síðustu aldirnar og þó einkum síðustu árin.

Hver ný uppgötvun fæðir af sér ný viðfangsefni og viðfangsefnin verða sífellt stærri og stærri.

Af því má ráða, að hið raunverulega stóra lögmál, sem við eigum svo erfitt með að skilja og upplifa, sé óendanleikinn eða eilífðin þar sem tíminn byrjaði aldrei og mun aldrei enda og alheimurinn á sér ekkert upphaf og engan endi, því að eitthvað enn stærra var til fyrir Miklahvell og eitthvað enn stærra hefur alltaf verið til og verður alltaf til.

Hugsanlega urðu óendanlega margir Miklahvellir á undan þeim síðasta og óendanlega margir Miklahvellir munu fylgja í kjölfarið. 

Sé svona hugsun lögð til grundvallar verður allt það stærsta, sem við þekkjum, svo óendanlega smátt í samanburðinum að öll vitneskja mannanna er í raun varla nokkur skapaður hlutur miðað við það sem eftir er að rannsaka og uppgötva.   


mbl.is Samsíða yfir milljarða ljósára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afneitun á niðurstöðum rannsókna.

Alþjóðlegar rannsóknir á vegum Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðastofnana hníga allar í þá átt að áfengisneysla og vandinn vegna hennar aukist með bættu aðgengi að áfengi.

Þetta lögmál er einnig viðurkennt í meðferð áfengissjúklinga.

Framhjá þessu ganga þeir sem fyrr og síðar hafa æ ofan í æ lagt fram frumvörp um það á Alþingi að færa áfengissölu inn í verslanir til þess að auka aðgengi að því sem mest.

Rétt eins og fjársvelt heilbrigðiskerfi þurfi á aukinni áfengisneyslu og afleiðingum hennar að halda nú og á næstu árum.    


mbl.is Lagt til að borgin styðji áfengisfrumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband