Gott hjá Páli. Umræðan hefur verið allt of grunn.

Frá upphafi á þessarar bloggsíðu hefur mátt sjá heilann haug af athugasemdum "kuldatrúarmanna" þar sem þeir hafa tínt til allt tiltækt til að afsanna það, sem 95% vísindamanna telja öruggt og hefur aldrei verið staðhæft ákveðnara en nú í síðustu skýrslunni, sem gefin er út af Saneinuðu þjóðunum, að mannkynið er valdur að hlýnun lofthjúps jarðara sem er með margfalt fleiri og særri neikvæðar afleiðingar en jákvæðar.

Enginn deilir um það að magn koltvísýrings í lofthjúpnum og þar með gróðurhúsaáhrif hans hafa ekki verið meiri í 800 þúsund ár. 

Kuldatrúarmenn hafa hins vegar í öll þessi ár barið hausnum við steininn og verið alveg makalaust iðnir við að leita uppi ýmsar sveiflur og afbrigði frá meginþróuninni til þess að sanna að í raun fari loftslag kólnandi ef eitthvað er og að engar sveiflur séu af mannavöldum.

Hefur áður verið bent á það hér á síðunni hve óskaplega þröng sjónarhorn menn hafa notað í þessum sparðatíningi til að afsanna þá meginþróun sem sést vel á því þegar skoðuð er meðaltalslína dregin í gegnum toppa og botna sveiflna síðustu 150 ára og sýnir vel hina almennu þróun.

Þegar í upphafi á notkun tölvuforrita til þess að spá fyrir um afleiðingar útblástursins var þess getið, að á einstökum svæðum, svo sem í norðvesturhluta Evrópu, gætu afleiðingarnar orðið kólnun, en að langlíklegast yrði um mikla aukningu úrkomu að ræða.

Einstök frávik gætu líka orðið öðruvísi og annars staðar en tölvulíkönin kunna að spá, og sömuleiðis hefur verið mjög athyglisverð kenningin um að mikill vöxtur á hreinu vatni, sem streymir frá bráðnandi jöklum út í Norður-Atlantshafið geti truflað hringekju sjávarstrauma sem Golfstraumurinn er hluti af, og þar með valdið stórkostlegum hitabreytingum sem birst gætu í skaðlegri kólnun sem truflun á Golfstraumnum hefði í för með sér.

Því er kærkomið að Páll Bergþórsson lyfti umræðunni aðeins upp fyrir þröngssýna skammtímahugsunina sem mikið hefur verið beitt í rökræðum og vangaveltum um þessi mikilsverðu mál.

Of sjaldan er minnst á aðalatriði málsins og byggist á reynslu manna af því að ráðskast stórkarlalega með náttúruna sem oft hefur haft hörmulegar afleiðingar, svo sem eins þegar Sovétmenn ollu stórtjóni með stórfelldum vatnaflutningum á suðurjaðri ríkisins sem áttu að skapa mikil ræktarlönd en ollu gríðarlegri jarðvegseyðingu.

Þetta aðalatriði er einfaldlega það forðast að rugga bátnum of mikið, einkum þar sem um afar flókin og stór álitamál er að ræða eins og loftslagsbreytingar af mannavöldum.   

 


mbl.is Tali ekki bara um hlýnunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert lát enn á hræsninni.

Nú eru 22 ár liðin síðan Íslendingar undirrituðu Ríó-sáttmálann og lofuðu að virða skuldbindingar hans um sjálfbæra þróun.  Mikið gumuðum við þá af þeirri forystu sem við gætum tekið á heimsvísu í nýtingu endurnýjanlegra og hreinna orkugjafa og höfum hreykt okkur af þessu stanslaust síðan.

Í framhaldi af Ríó-sáttmálanum kom síðan Kyotobókunin tæpum áratug síðar og þá vældum við út stórfellda undanþágu til þess að geta stóraukið útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á meðan aðrar þjóðir minnkuðu sinn útblástur.

Nú undirritum við Parísarsamkomulag um minnkun útblásturs léttilega á sama tíma og við aukum útblásturinn ár eftir ár, höfum komið okkur upp mest mengandi bílaflotanum í okkar heimshluta og erum komin með svo margar og stórar umhverfisspillandi virkjanir að síhækkandi söngur okkar um að við séum í forystu í umhverfismálum varðandi sjálfbæra þróun og notkun hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa verður æ hræsnisfyllri og ósannari.

Í Noregi eru rafbílar 13% af bílasölunni en hér á landi er talan sennilega fyrir neðan 1%.

Og við erum æst í og búin að undirskrifa vinnsluleyfi á olíu til að gera okkur að olíuvinnsluþjóð svo að hægt sé að auka útblásturinn enn meir.  

 


mbl.is Íslendingar styðja Parísarsamkomulagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband