Rétt eins og vörur eða uppfinningar.

Eitthvað yrði sagt við því ef stofnað væri dreifingarfyrirtæki sem færi á þyrlum inn á svæði fyrir óselda bíla við Sundahöfn, tækju bílana traustataki, og dreifðu þeim um landið án þess að borga krónu í framleiðslukostnaðinum en græddu samt vel á því að innheimta gjöld af bílunum, sem þeir hefðu fengið ókeypis.  

Eftir sætu framleiðendurnir með sárt ennið og tapaða fjárfestingu.  

Á bak við lög tónskálda eða kvikmyndir kvikmyndagerðarmanna liggur mikill kostnaður, sem framleiðendur tónlistarinnar eða kvikmyndanna þurfa að fá borgaðan við sölu vörunnar. 

Stór hluti af því eru hugverk sem eru í raun hráefni rétt eins og málmar og fleiri efni hjá bílaframleiðandanum. 

Á 19. öld voru sett lög um einkaleyfi á uppfinningum til þess að vernda uppfinninamennina frá því að aðrir, sem ekkert hefðu lagt fram til að skapa nýja vöru, yrðu rændir arði af sínu hugviti og verkum. 

Það ættu þeir, sem mæla bót athæfi á borð við það hjá Deildu að hafa í huga. 

 

 


Ef þetta væru til dæmis bílar.

Hvað ef þetta væ bílar


mbl.is Elta síðurnar óháð léninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband