Verið að fletja út jólin.

Jólin eru afar mikilvæg fyrir sálarheill og vellíðan þjóðar sem býr við kulda og skammdegi, svo framarlega sem hátíðahaldið og umstangið í kringum það er í hófi. 

Með því að spila jólalög í sjð vikur samfleytt og byrja spilun þeirra þremur vikum fyrir aðventu eins og nú er gert á Létt-Bylgjunni, er einfaldlega verið að fletja hátíðina út að óþörfu og skapa aðstæður fyrir því, að loksins þegar hátíðin gengur í garð, sé kominn leiði í alla þessa spilun.  

 


mbl.is Beðið um jólalög fyrir nokkrum vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerist þegar gosið í Holuhrauni deyr út?

Gígurinn í Holuhrauni hækkar smátt og smátt og þrengist jafnframt. Þetta hefur sést í ferðum yfir gíginn síðustu vikurnar. 

Öll eldgos hætta um síðir, misjafnlega snemma þó, og haldi þessi þróun áfram getur hún endað á því að þetta útstreymisop kvikunnar lokist og gosið hætti þar, og þá vaknar spurningin hvað gerist þegar ekki er lengur tappað af á þessum stað. 

Byrjar að gjósa á sömu slóðum, samanber "Litla-Hraun", sem kom upp um skamma hríð suður af núverandi gosstað, eða gerist eitthvað undir Dyngjujökli eða í eða við Bárðarbungu sjálfa? 

Af skrifum Haraldar Sigurðssonar má ráða, að því lengur sem gosið í Holuhrauni treinist, því meira muni komast þar upp á yfirborðið og þess minni verði þrýstingur á gos annars staðar. 

Þess vegna sé hægt að spá goslokum í mars næstkomandi, ef menn reyna að spá fyrir um þau á annað borð. 

Ármann Höskuldsson hefur kallað á frekari rannsóknir á því hvort og þá hve mikil bein tengsl séu á milli sigsins í Bárðarbungu og kvikunnar þar undir og gosstöðvanna í Holuhrauni. 

Erfitt er að sjá hvernig hægt er að rannasaka það betur en þegar hefur verið gert, en það er vísindamanna að dæma um slíkt. 


mbl.is Jarðskjálfti af stærð 5,4 við Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband