Svona er þetta á mörgum sviðum. Þjóðin vill það. Eða hvað?

Morgunljóst er, eins og áður hefur verið rakið hér í pistli, að það er löngu liðin tíð að hægt sé að segja að farið hafi verið inn á opinberlega lokaðan fjallveg í vonskuveðri án þess að hafa vitað um lokunina. 

En það virðist svo sem ekki skipta máli. Engin sekt er við þessu. 

Svipað er uppi á teningnum á ýmsum sviðum. 

Fyrir meira en 20 árum fjallaði ég um hræðilega ofbeit í landi Laxness í Mosfellsbæ og sýndi myndir af henni. 

Sömuleiðis myndir af mörgum svipuðum svæðum. 

Meira en 20 árum síðar hefur ekkert gerst í þessum málum. Landgræðslu Íslands skortir lagaheimildir fyrir því að grípa i taumana eða að beita viðurlögum. 

Sjö sinnum hafa verið Alþingiskosningar á þessum tíma og nýir þingmenn kosnir. Þjóðin hefur átt næg tækifæri til þess að breyta þessu skammarlega ástandi.

Breyta því að áfram er ljót jarðvegs- og gróðureyðing á þúsunda ferkílómetra svæði á afréttum landins vegna beitar sauðfjár og hesta á landi, sem er ekki beitarhæft.   

En það gerist ekki neitt. Þjóðin vill hafa þetta svona. Eða hvað?

Kannski ekki ef miðað er við drjúgan meirihluta í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2011 fyrir nýrri stjórnarskrá þar sem hægt er nota beint lýðræði um einstök mál í þjóðaratkvæðagreiðslum og setningar í kaflanum um náttúru Íslands varðand sjálfbæra þróun. 

En þjóðin kaus síðan á þing fólk, sem greinilega stefnir að því að drepa þetta mál. 

Þjóðin vill það. Eða hvað? 


mbl.is Íslendingarnir verða ekki sektaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband