Fótanuddtæki hvers tíma.

Sú var tíðin að varla þótti neitt íslenskt heimili með heimilum nema þar væri fótanuddtæki, sem voru víst einhver vinsælasta jólagjöf allra tíma hér á landi. 

Á okkar tímum eru flatskjáir og spjaldtölvur svipuð fyrirbæri sem öllum finnst þeir verða að eiga.

Einnig eru svonefndir "jeppar", "sportjeppar" og "smájeppar" eftirsóttir og gildir einu þótt þótt það varla vatni undir þá þegar þeir eru hlaðnir og að jafnvel sé ekki hægt að fá sumar gerðir þeirra með fjórhjóladrifi!

Í pistlinum á undan þessum hér á bloggsíðunni er fjallað um það mótsagnakennda fyrirbæri að hér hafi verið efnahagslægð hvað varðar þjóðarframleiðsluna á fyrri hluta þessa árs á sama tíma og sagt er að hér sé kominn "uppgangstími" og sala á dýrum hlutum af ýmsu tagi hafi stóraukist.

Við gerum enn grín að fótanuddtækjunum hér um árið, en áttum okkur kannski ekki á því að svipuð fyrirbæri virðast ætíð vera á sveimi og ekki hvað síst þegar allir tala hver upp í annan um "uppgangstímana" sem séu komnir.   

 

 


mbl.is Gerviþarfir ráða kaupunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórlækkun olíuverðs er aðalmálið. Dæmið um ráðskonuna.

Misvísandi tölur birtast nú um efnahagsástandið hér á landi. Undanfarna mánuði hefur verið sungið mikið um gott ástand, minnstu verðbólgu í fjölmörg ár, vaxandi kaupmátt, mesta hagvöxt í Evrópu, aukna neyslu og velmegun. Á þetta allt að hafa verið að þakka stjórnvöldum landsins. 

Síðan birtast allt í einu tölur um að fyrri hluta þessa árs hafi þjóðarframleiðslan minnkað og hér verið efnahagslægð að því leytinu til.

En allt getur þetta staðist og er aðeins háð forsendunum fyrir tölunum. Hægt er að nefna einfalt dæmi og giska á hvers vegna það gæti staðist.

Ráðskona, sem hefur verið í vinnu hjá einhleypum bónda einum og séð um börn hans og heimili tekur upp ástarsamband við hann og stendur það í nokkur ár, en að öðru leyti eru hagir þeirra eins og fyrr, hann borgar henni kaup fyrir vinnu sína við húshaldið og þau eru gefin upp til skatts.

Síðan ákveða þau að gifta sig en að öðru leyti breytist ekkert, þetta er bara formsatriði.

Og þó hefur þetta sérkennileg áhrif á efnhagsreikning þjóðarinnar.

Nú gefa þau tekjurnar af búrekstrinum upp til skatts sem sameiginlegar tekjur.

Þetta hefur þau áhrif á þjóðarbókhaldið að tekjur þjóðarbúsins minnka og hagvöxturinn minnkar.

Ástæða þess að hér er aukin neysla um þessar mundir er fyrst og fremst sú að olíuverð í heiminum hefur stórlækkað og útgjöld þjóðarbúsins vegna innkaupa á eldsneyti hafa minnkað mög mikið. 

Sú minnkun kanna að vera meiri en minnkun þjóðarframleiðslunnar og þar með hefur myndast möguleiki á betri afkomu, þrátt fyrir minni þjóðarframleiðslu.

Síðan er hægt að möndla með hagvöxtinn með þvi að þjóðin láni stórum hluta af sjálfum sér peninga í formi skuldaleiðréttingar til þeirra sem hafa mesta möguleika á að nota féð til að auka neyslu sína.

Bílar seljast til dæmis mun betur en fyrr og mikill vöxtur er í sölu dýrra bíla. 

En peningarnir, sem komast með þessu í umferð, detta ekki af himnum ofan eða byggjast á aukinni þjóðarframleiðslu, heldur munu þeir að mestu leyti koma í gegnum sameiginlega sjóði landsmanna og frá bankakerfinu að hluta.  

 


mbl.is Morgan Stanley: Olíuverð mun lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni af frétt af svínum, sem ganga laus.

Eftir Hrun varð mikið maus, 

margskyns prettir, röfl og raus. 

Yfir því má hengja haus 

að hérna ganga´enn svínin laus. 


mbl.is Svín gengur laust í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband