Kaldastríðs meðferð á vinum.

Það þótti eðlilegt á tímum Kalda stríðsins að Rússar njósnuðu um Bandaríkjamenn og öfugt. Og hluti af stríðinu að njósnurum væri vísað úr landi sitt á hvað.

Hins vegar getur það varla verið eðlilegt hvernig bandaríska leyniþjónustan hagar sér gagnvart helstu vina- og bandalagsþjóðum sínum, að ekki sé talað um njósnir um leiðtoga þeirra.

Hegðun af þessu tagi er sjúkleg og komin út fyrir allt velsæmi.  

Viðbrögð Bandaríkjaforseta hafa verið linkuleg og valdið vonbrigðum.

Hann á geta haft stjórn á undirmönnum sínum og þjónum og sagt um það hið sama og var kjörorð hans í forsetakosningunum 2008: "Yes, we can", "Já, við getum það!" 


mbl.is Bandarískur njósnari rekinn frá Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstaða Vesturbyggðar að engu höfð.

Vestfirðir eru eini landshlutinn þar sem samgöngumál eru í svipuðu horfi og fyrir hálfri öld. Þetta er eini landshlutinn sem ekki hefur alþjóðlegan flugvöll og ekki er hægt að fljúga til Vestfjarða nema í björtu.

Það þýðir að á veturna er ekki hægt að fljúga þangað nema 3-4 klukkustundir á dag í skammdeginu, og þá kannski einmitt þann tíma sólarhringsins þegar veðrið þann daginn er verst.

Á veturna er akstursvegalengdin frá Patreksfirði til Ísafjarðar á fimmta hundrað kílómetra.

Það myndi heyrast hljóð úr horni ef heilbrigðisstofnarnirnar á Akranesi og Húsavík yrðu sameinaðar.

Nýbúið er að leggja niður Patreksfjarðarflugvöll og þar með yfir tvo fjallvegi að fara þaðan til næsta flugvallar.

Hvað eftir annað er sérstaða Vesturbyggðar og Vestfjarða að engu höfð. Það er miður.  

 

 


mbl.is „Þetta er bara ruddaskapur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónógur undirbúningur ?

Í knattspyrnuliði hefur hver maður sitt hlutverk og svæði á vellinum. Bestu liðin hafa þaulæft allt, sem að þessu lýtur, í smáu og stóru.

Vegna þess hve algengt er að vítaspyrnukeppni ráði úrslitum í leikjum á HM er athyglisvert að ekki skuli hafa verið ákveðið fyrirfram, jafnvel með löngum fyrirvara hjá hollenska liðinu, hverjir væru örugglega tiltækir til að taka vítaspyrnur í slíkri keppni.

Louis van Gaal landsliðsþjálfari sagði eftir leikinn við Costa Rica að hann hefði ekki látið aðalmarkvörð liðsins vita af því fyrirfram að hann myndi skipta honum út á síðustu mínútu framlengingar til þess að hugsunin um það truflaði ekki einbeitingu hans í leiknum.

Ef svipuð hugsun hefur ráðið því að van Gaal var ekki með það geirneglt að leikmenn hans annað hvort tækju spyrnurnar í í ákveðinni röð eða að þeir hlýddu boðum um það, þá virkaði það ekki í gærkvöldi, heldur kom allt rót í liðinu varðandi það frekar í koll liðinu. 

Þjálfarinn skipti ekki út markvörðum í vítaspyrnukeppninni, enda hefði slík skipting ekki haft sömu áhrif á mótherjana eftir að búið var að reyna það einu sinni.

Styttri armlengd aðalmarkvarðarins heldur en varamarkvarðarins háði honum í minnsta kosti einni spyrnu.  


mbl.is Tveir neituðu að taka fyrstu spyrnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband