Bestir núna. En ekki 1954 og 74.

Ungverjar áttu langbesta landslið heims á fyrri hluta sjötta áratugar síðustu aldar með Ference Puskas og fleiri snillinga innanborð.  Þeir kjöldrógu Englendinga á Wembley 7:3 þrátt fyrir að tvö mörk í viðbót væru dæmd ranglega af þeim vegna rangstöðu, því að leikur þeirra var svo hraður að það ruglaði dómarinn.

Þeir unnu Vestur-Þjóðverja í riðlakeppni HM 54 6:3 ef ég man rétt.

En þýska seiglan skilaði sér í úrslitaleiknum.

Hollendingar höfðu besta landsliði heims á að skipa 1974 með Johan Cryuff og fleiri snillinga á sínum snærum, en í úrslitaleiknum lét Hölzenbein sig falla í vítateignum og "fiskaði" vítaspyrnu. Hann viðurkenndi síðar leikaraskap sinn.

En 2014 var þýska liðið tvímælalaust það besta á HM og átti skilið að vinna. Í framlengingunni var það þýska seiglan sem skilaði verðskulduðum sigri.

Þeir voru heppnir en það má kalla það meistaraheppni.  


mbl.is Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekki dæmi afleiðingarnar af mistökum drukkins læknis. .

Fyrir allmörgum árum fékk kona, sem orðin var 93ja ára, illskeytta flensu kvöldið fyrir Þorláksmessu. Hún var á einu af fjölmörgum elliheimilum þessa lands.

Læknirinn gerði ekkert í málinu og daginn eftir kom hann  seint til hennar og var þá kominn í glas, ruglaði með nafn hennar og virtist vera einn af þeim Íslendingum sem detta í það á Þorláksmessu.

Þegar loksins var hægt að fá hann til að gera eitthvað af viti var það of seint og konan dó.

Og hvað með það? segja kannski margir. Var hún ekki hvort eð er við dauðans dyr, svona gömul?

Var hún ekki búin að lifa nógu lengi, miklu lengur en fólk getur búist við?

Var ekki gamalt fólk á biðlista eftir því að komast þarna inn þannig að þetta dauðsfall varð til gagns fyrir aðra? 

Er nokkur þörf á því að krefjast ítrustu læknisþjónustu í svona tilfelli?  Gerir það ekki minna til að drykkfelldur læknir geri mistök gagnvart farlama fólki á elliheimili heldur en ef hann væri að sinna fólki á besta aldri?

Aðstandendur gömlu konunnar áræddu ekki að gera neitt í málinu. Þeir gátu ekki fengið hana til baka og málaferli hefðu orðið sársaukafull, dýr og tvísýnt um niðurstöðu.

En hins vegar var þessi kona alls ekki komin með nein elliglöp eða orðin heilsulítil þótt öldruð væri.

Þvert á móti var hún með eindæmum hress, skemmtileg og skýr í kollinum. Hún naut þess að fá að lifa og miðla glettni sinni og hressleika til annarra. Heillaði alla í samkomum hjá afkomendum hennar.

Og þá vaknar spurningin um það hver sé þess umkominn að dæma aldrað fólk til að njóta minni réttar en þeir sem yngri eru.  

Að það geri minna til að drykkfelldur læknir vanræki starf sitt á elliheimili en annars staðar. 


mbl.is Læknirinn var drukkinn á vakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjú lið gátu orðið heimsmeistarar.

Hollendingar sýndu það í gærkvöldi að lið þeirra er eitt af þremur bestu knattspyrnulandsliðum í heimi og hefði þess vegna með smá meistaraheppni alveg eins getað hreppt hinn eftirsótta bikar og Þjóðverjar eða Argentínumenn.

Það verður spennandi að sjá hvort þetta mat muni breytast eftir úrslitaleikinn í kvöld.  


mbl.is Robben þakkar brasilísku þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband