Óvenjulegt úrfelli og veðurfar norðanlands.

Veðrið er svo sannarlega skrýtið á norðvestanverðu landinu þessa dagana. Nú er kvöld í Langadalnum þar sem ég er lentur við bæinn Hvamm í 13 stiga hita og logni. Hér í gamla daga hefði þokan verið komin hingað frameftir utan af Húnaflóa í svona skilyrðum.

En sjórinn fyrir norðan land er víst óvenju hlýr svo munar nokkrum stigum.

Þess vegna var hún fjarverandi, hin hefðbundna hafgola með kaldri þoku bæði í Hrútafirði og Miðfirði á leiðinni hingað en það húðrigndi.

Hjónin í Hvammi segjast ekki muna eftir öðru eins úrfelli og varð hér í dag og svona rigningatíð án norðan nepju er eitthvað alveg nýtt.

Sólarlagið á eftir að verða fallegt og það hefur stytt upp. Sjá mynd sem ég ætla að setja inn á fésbókarsíðu mína.  


mbl.is „Þær bara drukkna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl og ekki fylgst með tímanum.

Reglur um gjaldfrí stæði voru rugl frá upphafi úr því að vistvænustu bílarnir voru ekki með. Síðan hefur ruglið versnað vegna þess að þeir, sem setja þær, fylgjast ekki með þróuninni. 120 grömm af CO 2 á ekinn kílómetra var raunhæft fyrir nokkrum árum, en það hefur gerbreyst vegna tækniþróunar.

Þá voru það aðeins allra minnstu bílarnir sem voru undir 120 grömmum, en nú eru þeir bestu komnir niður fyrir 90 grömm og stór hluti innfluttra bíla undir mörkunum.

Skilyrðislaus afsláttur af ýmis konar gjöldum á tvinnbíla er ósanngjarn, vegna þess að sama stærð af dísilbílum mengar ekki meira en tvinnbílar og eru miklu einfaldari og ódýrari kostur, bæði við framleiðslu þeirra og förgun, en hvort tveggja á að taka með í þennan útreikning.    


mbl.is Tesla fær ekki að leggja frítt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband