Aðeins 6% lægri hæð, - og ofar en lágmarkshæðin.

Nú er allt mögulegt skoðað til að varpa ljósi á það þegar MH17 var skotin niður, meira að segja flughæðin. Flugmennirnir óskuðu eftir 35 þúsund feta hæð en var skipað að fara niður í 33 þúsund. 

33 þúsund fet er ekki nema 6% lægri flughæð en 35 þúsund og þar að auki þúsund fetum yfir þeirri lágmarkshæð sem leyfð var, 32 þúsund fetum.

Þess vegna var ekkert óeðlilgt við það að úthluta MH17 33 þúsund feta flughæð, enda daglegt brauð að þotur fái ekki alveg þá flughæð sem beðið er um.  

Ef komast á að þeirri niðurstöðu að lækkunin hafi verið of mikil er augljóst að 32 þúsund fet voru ekki nógu lág flughæð til að flugvélar gætu verið öruggar gegn flugskeytaárás og að hugsanlega skipti ekki máli hvort flogið var í 33ja þúsund eða 35 þúsund feta hæð eða jafnvel talsvert hærri hæð. 

 Fyrir 63 árum skutu Sovétmenn niður U-2 njósnaflugvél Bandaríkjamanna sem flogið var í 70 þúsund feta hæð með S-75 Dvina flugskeyti en fram að því höfðu Rússar ekki getað smíðað flugskeyti sem drógu svo hátt.

Sovétmenn náðu Gary Powers flugmanni lifandi og flakinu heillegu og atvikið varð til að fyrirhuguðum fundi æðstu manna ríkjanna var aflýst vegna reiði Rússa, einkum vegna þess að Eisenhower þrætti fyrir að þetta hefði verið njósnaflugvél.  

Síðan eru liðin 63 ár, eins og áður sagði, og einhverjar framfarir orðið í flugskeytagerð.

Þótt S-25 hafi verið ofurflugskeyti 1960 ætti það að vera ljóst í ljósi framfara síðan og , að 33 þúsund feta flughæð er hvergi nærri nóg til að komast upp fyrir hættusvæði hernaðarátaka og fljúga í öryggi ef annar hvor stríðsaðilinn eða báðir ráða yfir öflugum flugskeytum. 

Og mörg svipuð atvik á fyrri áratugum sýna, að enn hafa aðstæður á átakasvæðum  ekki verið teknar nægilega föstum tökum til að komast hjá því að svona endurtaki sig.    


mbl.is Fyrirskipað að lækka flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara af því að þetta voru útlendingar?

Á hverju ári verða hér banaslys eða örkumlaslys vegna þess að bílbelti voru ekki notuð. Höggvarnarpúðar og önnur öryggisatriði í bílum eru að mestu gagnslaus ef ekki eru notuð belti, því að staðsetning upp uppsetning allra annarra öryggisatriða en beltanna miðast við að þau séu notuð.

Viðburður má teljast ef sagt er frá því skýrt og skorinort í fréttum að meginorsök þessara mörgu slysa sé sú að beltin voru ekki notuð.  Stundum er hægt að lesa á milli línanna þegar sagt er að viðkomandi hafi kastast út úr bílnum.  

Nú bregður hins vegar svo við að það er ekkert verið að skafa utan af þessu. Var það bara af því að þetta voru útlendingar?

Við lifum í heimi þar sem öll fjölmiðlun er komin inn á netið og aðstandendur þeirra sem fórust í bílslysinu í Eldhrauni sjá fréttir um það jafnskjótt og allir aðrir.


mbl.is Stúlkurnar voru ekki í bílbeltum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt stig hryðjuverkaógnunar ?

Hafi malasíska farþegaþotan verið skotin niður með flugskeyti af jörðu niðri, markar það nýtt stig hryðjuverkaógnunar í heiminum. 

Strax eftir árásina á Bandaríkin 11. september 2001 var fjallað talsvert um þá möguleika sem glæpamenn eða hryðjuverkamenn ættu til að skjóta niður farþegaþotur, og þá einkum þegar þær væru í í lágri hæð yfir jörðu í aðflugi eða fráflugi við flugvelli.

Ekki er þess að minnast að rætt hafi verið um möguleika á að skjóta niður farþegaþotur í mikilli hæð, en nú virðist komið á daginn að slíkt sé mögulegt ef hryðjuverkamann hafi áþróuð flugskeyti undir höndum.

En nú virðist það vera breytt, að minnsta kosti á þeim landsvæðum sem eru í höndum manna, sem virðist ekkert heilagt, heldur helgi tilganguinn alltaf meðalið, hversu glæpsamlegt  sem það er.  


mbl.is „Við skutum niður flugvél“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband