Friðarspillar, frekjulið, fífl og glæpahyski.

Þessa dagana hringir síminn hjá okkur snemma að morgni og rífur mann á lappir fyrir allar aldir.

Ísmeygileg en jafnfram ýtin og uppáþrengjandi rödd í símanum kveðst hringja frá besta fyrirtæki á sínu sviði í Flórída og vera umhugað um að afstýra því að skæður tölvuvírusl, sem kominn sé í tölvuna mína, eyðileggi hana. Í fyrirtækinu sé einstæð sérþekking sem geti komið til bjargar, annars tapi ég mikilvægustu gögnum mínum og verði á vonarvöl. 

Maður á sem sagt að trúa því að það sé verið að vinna í fyrirtæki á Flórída klukkan fjögur að nóttu að þarlendum tíma við að vaka yfir tölvunni minni. 

Úthringingum þessara fífla, friðarspilla og frekjuliðs, sem rífur mann upp dag eftir dag og stundar skipulega glæpastarfsemi, á að svara á þann eina hátt að binda enda á samtalið sem allra fyrst.

Allir sem ég hef rætt við um þetta hafa svipaða sögu að segja af kunningjum sínum eða jafnvel þeim sjálfim þannig að hér er um mjög miklar hringingar að ræða til þúsunda fólks.  

Þess vegna er því miður er hætta á því að vegna þess hve úthringingarnar eru yfirgripsmiklar og ná til margra,  takist tölvuhökkurunum að veiða einhvern grandalausan í net sitt.

Eina ráðið gegn því er almenn umræða og þekking á eðli þessarar glæpastarfsemi.  

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 19. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband