Hálft svar.

Stefán Eiríksson segir að hann hafi ekki sótt um og fengið annað starf en lögreglustjórastarfið vegna þrýstings frá inanríkisráðherra. 

Gott og vel, þetta svar má alveg taka trúanlegt.  

En þetta er ekki nema hálft svar, því að Stefán vill ekki ræða um það né svara því beint, hver samskipti hans og ráðherrans hafi verið, og ekki hvort hann hafði hvort eð er ákveðið að skipta um starf.

Þar með er því ósvarað hvort ráðherrann beitti hann þrýstingu á einhvern hátt, þótt úr svari Stefáns megi lesa að jafnvel þótt svo væri, hefði það engu ráðið um að hann sótti um annað starf.

Það er því eðlilegt að spurt sé um það og billegt að afgreiða málið allt sem "slúður". Eða var tölupósturinn frægi, sem kom þessu öllu af stað, ekki raunverulegur?


mbl.is Tryggvi krefur Hönnu Birnu um svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara eitt dæmi af mörgum.

Ósjálfbærar veiðar á hrynjandi lundastofni eru fjarri því að vera einsdæmi hér á landi. Á harðindaöldum Íslandssögunnar átti fólk ekki annars kost en að stunda rányrkju á ýmsum sviðum þegar lífsbaráttan snerist um það að lifa af næstu daga eða vikur. ´

Sá tími er hins vegar löngu liðinn, sem betur fer, en því miður lifir rányrkjuhugarfarið enn góðu lífi.

Fyrir 20 árum fjallaði ég í fréttum og sýndi myndir af stórri bújörð í útjaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem stunduð var skefjalaus ofbeit hrossa.

Í vor kom ég aftur á þetta svæði og sá, að það er enn verr útleikið nú en það var fyrir 20 árum.

Rányrkja á borð við þessa hroðalegu meðferð á landi er ekki aðeins siðlaus og oft á kostnað komandi kynslóða, heldur er hún beinlínis skaðleg og heimskuleg fyrir núlifandi fólk, því að nauðbeitt land, sem er orðið flakandi sár, gefur aðeins brot af sér miðað við land, sem vel er farið með.

Fyrir 20 árum var það afsökun að Landgræðslan hefði engin úrræði lögum samkvæmt til að grípa í taumana, ólíkt við Hafrannsóknarstofnun, sem getur gripið í taumana vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni.

Á þessum 20 árum hafa sjö sinnum verið kjörnir þingmenn án þess að Alþingi hreyfi hönd né fót til umbóta á ónýtri löggjöf.  


mbl.is Siðlausar og ósjálfbærar veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófið þið að aka Votmúlaveg.

Í fréttum gærdagsins mátti heyra formann fjárlaganefndar Alþingis fagna lækkun skatta og hallalausum fjárlögum. Fréttir eru fluttar af betri afkomu sveitarsjóða viða um landið. Góðar fréttir en samt ekki algóðar. 

Hið síðarnefnda, minni útgjöld, getur gefið tekjur af sér ef það getur lækkað skuldir ríkissjóðs og sveitarstjóða þar með vaxtabyrði opinberra sjóða.

Hann það þarf þá líka að geta þess, hvað skattalækkun og samdráttur í útgjöldum ríkissjóðs og sveitarsjóða getur leitt af sér.

Ágætis myndrænt dæmi má sjá á myndum af þjóðvegum landsins, ekki bara í dreifbýli heldur jafnvel líka í þéttbýli.

Ég hef aldrei í meira en sextíu ár séð verra ástand malarvega en nú. Enda mun það stafa af því að þriðjung vantar upp á að vilhaldsfé veganna nægi til þess að anna því verkefni.

Ég ók til dæmis nýlega Votmúlaveg, sem liggur meðfram Selfossbæ, og get ekki ímyndað mér að sparnaður felist í því að etja bílum á það dæmalausa stórþvottabretti af samfelldum kröppum og djúpum holum.

Það er að vísu mjög gott bílaverkstæði við veginn á Ljónsstöðum, en bræðurnir þar hafa alveg nóg af verkefnum án þess að unnið sé að því að láta bílal lemjast í sundur á vegunum í Flóanum og á Selfossi.

Ég tek þetta bara sem nærtækt dæmi en þetta er svona úti um allt land.   


mbl.is „Þetta er ekki fólki bjóðandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband