Margar hálendisleiðir í skotlínum hamfarahlaupa.

Hamfarahlaup undan Dyngjujökli í kjölfar goss vestan við hann geta orðið gríðarstór og flæmst víða. 

Svonefndar Jökulsárflæður liggja alveg opin fyrir þeim og allt flatlendið sunnan við Öskju.  

Hlaup gæti meira að segja flætt yfir Herðubreiðarlindir og um Krepputungu. 

Engin reynsla er frá sögulegum tíma af því hvernig stórhlaup undan Dyngjujökli hegða sér, og lítil eldgos á þessu svæði gætu ýmist hafa farið alveg framhjá fólki fyrr á öldum vegna þess hve afskekkt það er, eða þá að ekki hefur þótt ástæða til að færa neitt um þau í annála.

Miðað við það að tugir eldgosa verða á hverri öld á Íslandi er merkilegt hve lítið hefur verið skráð um þau.

Ætla að setja inn tvær myndir á facebook siðu mína í tengslum við þennan pistil.  

 


mbl.is Leiðum lokað vegna skjálftaóróa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukinn órói á þessu svæði. Misvísandi myndir.

Margar eldstöðvar eru á svæðinu norðaustur af Bárðarbungu, sem hafa mótað allt landslag þar. Í norðvesturjaðri Dyngjujökuls er Kistufell, Trölladyngja þar norður af auk nokkurra gígaraða, sem hafa gosið eftir síðustu ísöld. 

Urðarháls er magnaður gígur á Dyngjuhálsi og Kverkfjöll nokkru fyrir austan hann eru ekki þriðja hæsta fjall Íslands fyrir ekki neitt. Stefni að því að skulta inn spánnýrri mynd af þeim á facebook síðu minni nú á eftir.  

Við Öskju hafa verið viðvarandi skjálftar af og til síðustu árin og mikil skjálftahrina var við Upptyppinga, Krepputungu og Álftadalsdyngju á árunum 2007 og 2008. Kannski hafa menn orðið betur varir við þessa skjálfta en á árum áður vegna fjölgunar nákvæmra mæla, en fjölgun skjálftanna 2007 var hins vegar afar áberandi. 

Auk þess skelfur reglulega við Herðubreiðartögl og Herðubreið.

Gos á þessu svæði geta orðið mjög mismunandi, stórgos með gríðar öskufalli eins og í Öskju 1875, hraungos eins og varð þar 1961, gos sem veldur stórkostlegu hamfarahlaupi, - gos í gígaröð, - eða dyngjugos.

Skást yrði, ef um dyngjugos yrði að ræða, svo sem í Álftanesdyngju, því að það eru hæg og langvarandi gos, afar "ferðamannavæn", sem geta staðið í nokkur ár ef svo ber undir.

Það er frekar ónákvæm blaðamennska að birta myndir af öðru en því sem fjallað er um.

Mynd á mbl.is sem sögð er af norðvesturhorni Vatnajökuls, sýnir aðeins lítið brot af vesturjaðri jökulsins við fjallið Hamarinn, sem er allt annað fjall en Bárðarbunga.

Bárðarbunga er 30 kílómetrum norðar og því langt fyrir utan það svæði sem myndin sýnir og því misvísandi að segja "...af norðvesturhorni jökulsins þar sem Bárðarbunga er". 

Enn ónákvæmara er að sýna mynd af skriðjökli í sunnanverðum Vatnajökli.  

 


mbl.is Ekki hægt að útiloka eldgos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband