Mat og þekking í spennandi mótun

Líkt og í Kröflueldunum 1975-84 valda mælingar og atburðir því að mat og þekking vísindamanna á því sem er að gerast tekur breytingum og er í mótun.  

Á flugi yfir óróasvæði Bárðarbungu í dag tók ég eftir atriði sem kunnáttumaður á þessu sviði ætlar að athuga til morguns og kann að gefa dálitla breytta mynd af því sem þarna gæti gerst.

Læt þetta nægja að sinni en bíð spenntur eftir því hvað kemur út úr því. 


mbl.is Stóri skjálftinn vegna sigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt fjall í framtíðinni?

Í Gjálpargosinu 1996 myndaðist nýtt og snoturt eldfjall undir mörg hundruð metra þykku íslagi jökulsins. 

Í Kröflueldum urðu til nokkrir nýir gígar á svæðinu.

Nyrst í Gjástykki er sprunga eða berggangur sem nær upp á yfirborð þar sem upp kom hraun sem breiddi úr sér og er einstakur staður á heimsvísu, vegna þess að myndir náðust af þessu fyrirbæri á sínum tíma, einu myndirnar sem til eru af slíku.

Hraunið rann síðan sums staðar niður í sprunguna á ný á minnsta kosti einum stað.

Í skipulagi miðhálendisins er gert ráð fyrir að þetta verði að virkjana- og iðnaðarsvæði.

Spurningin er hvort undir miðjum Dyngjujökli eða jafnvel á Jökulsárflæðum muni myndast nýtt fjall eða gígaröð sem bætist við Bárðarbungu og Kverkfjöll sem útverðir Vatnajökuls í norðri.

Víst er skðpun Íslands og jarðarinnar einstakt sjónarspil, hugsanlerga "the greatest show on earth." 


mbl.is Sá stærsti hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður askan eins og reykur?

Askan úr Eyjafjallajökli 2010 var líparítaska og svo fíngerð, að hún var líkari reyk en ösku. Hún smaug inn í tæki, sem áttu að vera vatnsheld.

Eil dæmis eyðilagði tölvuna mína. 

Þegar ég barði létt á mælaborðið í FRÚnni eftir að askan hafði dunið á henni þar sem hún stóð við Hvolsvöll, gaus upp reykur, eins eldur kraumaði undir því, en það var hins vegar bara askan úr jöklinum.

Vegna þessa léttleika hennar barst hún svo víða sem raun bar vitni.

Askan úr Grímsvötnum 2011 var hins vegar basaltaska og mun grófari. En flugmálayfirvöld brugðust við henni að það var langt umfram þörf eins og ég hef nokkrum sinnum rakið hér á síðunni.

Ekki er vitað hvers konar aska myndi koma upp í öskugosi af völdum Bárðarbungu. Ef það gýs þar á annað borð. 

Af veru minni á Brúaröræfum síðustu áratugi hef ég séð, að framburður Jöklu, sem nú hefur verið drekkt í Hálslón, og framburður Kringilsár, sem er þverá hennar, er gerólíkur, því að framburður Kringilsár er svartur og mun grófgerðari.

Samt koma báðar árnar undan sama skriðjöklinum, Brúarjökli.  


mbl.is Hættustigið gæti varað vikum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband