Villuljós hernaðarsigurvissunnar.

Á aldarafmæli yfirlýsingar um stríð milli Bretlands og Þýskalands er hollt að skoða nokkur dæmi um það, þegar menn sáu dýrlega hernaðarsigra í hillingum og ljóma.

Þannig gengur þátttökuþjóðirnar í Heimsstyrjöldinni fyrri út í það stríð, hver um sig viss um dýrlegan sigur á nokkrum mánuðum. Í staðinn fóru í hönd fjögur ár þar sem ungir menn í blóma lífsins voru murkaðir niður milljónum samans í einhverju tilgangslausasta stríði allra tíma.  

Sumarið 1940 eyddi Adolf Hitler tveimur vikum í að njóta "dýrlegasta hernaðarsigurs allra tíma" yfir erkifjendunum Frökkum. Áhrifamiklir Bandaríkjamenn töldu óhjákvæmlegt fyrir Breta að leita eftir friðarsamningum við Öxulveldin í ljósi vonlausrar stöðu Breta.

En Churchill stappaði í þá stálinu og þrjóskaðist við.

Þegar Hitler réðst inn í Sovétríkin 22. júní 1941 var svipað uppi á teningnum og í upphafi stríðsins 1914. Herförinni yrði lokið fyrir jól og á næstu mánuðum óðu Þjóðverjar yfir Rauða herinn, framkvæmdu mestu umkringingu hernaðarsögunnar í Úkraínu og Hitler lýsti því yfir að búið væri að eyða óvininum í mestu innrás allra tíma, þar sem stefnt væri að því að ná bæði Leningrad og Moskvu fyrir veturinn.  

11. desember 1941 sagði Hitler Bandaríkjunum stríð á hendur, enda var þýski herinn þá við borgarhlið Moskvu, stór hluti opinberra stofnana flúinn úr borginni og helstu iðnaðarhéruð og landbúnaðarhéruð landsins í þýskum höndum. Bandaríkjamenn strax komnir á undanhald undan Japönum og ekki fyrirsjáanlegt að þeir gætu beitt sér að neinu ráði gegn Þjóðverjum fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.

En þá yrði staða þeirra vonlaus.

Aðeins nokkrum dögum síðar hafði staðan gerbreyst þegar Rauði herinn hóf gagnsókn og hrakti þann þýska til baka frá Moskvu, svo að borginni var aldrei ógnað aftur.

Í nóvemberbyrjun 1942 lýsti Hitler því sigurreifur yfir að orrustunni um Stalingrad væri lokið því að borgin væri öll á valdi Þjóðverja að undanteknum örfáum smáblettum.

Daginn eftir réðust Bandamenn inn í Norður-Afríku og hröktu Þjóðverja og Ítali út úr álfunni fyrir vorið og tveimur mánuðum síðar gafst 6. her von Paulusar upp í Stalingrad.

Í Víetnamstríðinu beitti annað risaveldanna yfirburðum í striðstóluma og getu til loftárása gegn skæruliðum. Ekki hvarflaði annað að bandarískum ráðamönnum en að meira sprengjuregn en í Seinni heimssyrjöldinni myndi buga andstæðingana.

En niðurstaða stríðsins varð fyrsti hernaðarósigur Bandaríkjamanna.  

Sovétmenn voru sigurvissir þegar þeir sendu her inn í Afganistan 1979 með yfirburði vopna. En niðurstaðan varð alger ósigur og niðurlæging Rauða hersins. 

Argentínskir ráðamenn töldu að vegna gríðarlegrar fjarlægðar Falklandseyja frá Bretlandi og nálægðar eyjanna við Argentínu myndi verða auðvelt að halda yfirráðum yfir eyjunum eftir að þær höfðu verið unnar af Bretum. 

Annað kom í ljós og ári síðar höfðu argentínsku valdhafarnir hrökklast frá völdum.   

Ótal dæmi í hernaðarsögunni sýna að það, sem átti að verða auðveldur sigur með tiltölulega litlu mannfalli varð að stórfelldum harmleik og hörmungum milljóna og tugmilljóna fólks, sem fórnað var á altari ofríkis og valdabrölts.  


mbl.is Missti fimm bræður í stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Júlísveinn" Sumargleðinnar fær uppreisn æru. "

Ein af óteljandi hugmyndum, sem kviknuðu í Sumargleðinni sálugu var að jólasveinn í fullum skrúða kæmi fram á skemmtuninni, færi út í sal og gæfi krökkunum nammi. 

Var ákveðið að sveinki væri kallaður "júlísveinn" en að hann hefði sérstakt nafn á hverjum stað.

Þetta var fyrsta sumarið sem Magnús Ólafsson var með Sumargleðinni og var hann skikkaður í hlutverkið.

Ragnar Bjarnason hafði séð Magnús fara á kostum í titilhlutverkinu í leikritinu Þorláki þreytta og því varð að ráði að ráða hann í Sumargleðina. 

En hvað átti Magnús að gera? "Komdu bara fram sem Þorlákur þreytti" sagði Ragnar.

"En hvað á ég að segja og gera?" spurði Magnús. 

"Vertu bara þreyttur" svaraði Ragnar.

Þetta mistókst alveg fyrstu helgina og þá datt mér í hug að Magnús léki jólasvein.

"Og hvað á ég að segja og gera?" spurði Magnús.

"Farðu út í salinn og segðu bara eitthvað og gefði krökkunum eitthvert nammi" var svarið.

Magnús gerði þetta á næstu skemmtun á Sauðárkróki og kvaðst aðspurður vera tvíburi Ketkróks og heita Sauðárkrókur.

Þetta féll í góðan jarðveg, en á næstu skemmtunum mislukkaðist atriðið herfilega.

Fólk keypti það greinilega ekki að jólasveinn væri á ferli í júlí, jafnvel þótt hann kvæðist vera júlísveinn.

Nú er svo að heyra að jólasveinar hafi slegið í gegn á Mýraboltanum.

34 árum eftir að júlísveinn Sumargleðinnar bergði bikar algerrar niðurlægingar hefur hann nú fengið uppreisn æru og var tími til kominn.

Loksins kemur í ljós að þetta var góð hugmynd.  

 

 


mbl.is Jólasveinar kepptu í mýrarbolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undraefnin koltrefjar og plast.

Það gefur auga leið, að fyrst æ stærri hluti nýjustu og stærstu farþegaþotna eru úr koltrefjaefnum og þau efni ryðji sér líka til rúms í bílum, séu möguleikar á að nota þau á fleiri sviðum. 

Efnin rygða ekki né tærast og ekki er sama hætta á að þau láti á sjá vegna titrings eða hreyfingar eins og getur átt sér stað um málma á borð við ál. 

Þarnar er greinilega framleiðsla, sem þarf að gefa auknar gætur og skoða niður í kjölinn eðli hennar, kosti og galla.  


mbl.is Smíða burðarþolsmiklar en léttar brýr úr plasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband