Slysatjónið hlýtur að ráða úrslitum.

Mannleg mistök og skortur á aksturshæfni er aðalaástæða bílslysa og umferðaróhappa og kostar þjóðfélagið tugi milljarða króna árlega auk þjáninga og missis sem ekki verður metið til fjár. 

Engin tækni er svo fullkomin að ekki geti eitthvað farið úrskeiðis, og það jafnvel mikið.

Snjallbílar verða engin undantekning frá því og þess vegna hlýtir gengi þeirra að ráðast á endanum af því hvort slysatjón verði minna en undir stjórn ökumanna.

Þrátt fyrir tækni sem geti gert flugvélum kleift að lenda sjálfar er hún ekki notuð og óhófleg notkun sjálfstýringar hefur líka valdið stórslysum, til dæmis þegar margar bilanir verða samtímis og sjálfstýringin dettur út án þess að flugstjórarnir verði þess varir? 

Mörgum spurningum er ósvarað varðandi það hvað gerist þegar hálka er eða óveður að vetri og snjallbílar eru á ferð. Verður hægt að tengja tölvubúnað þeirra við það tölvukerfi bílsins, sem stjórnar skrik- og spólvörn? 

Í þessu efni hlýtur heildartjón af völdum hefðbundinna bílstjóra miðað við heildartjón af völdum snjallbíla að ráða úrslitum og niðurstaðan hugsanlega verða flókin blönduð lausn.  

 


mbl.is Næsta stökkið í samgöngum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin vandræði um allt land.

Í sumar hef ég verið á faraldsfæti víða um hálendið og þar er sama sagan að gerast og annars staðar, að stóraukinn ferðamannastraumur veldur vaxandi vandræðum vegna þess að alveg er vanrækt að bregðast við þessum mikla fjölda.

Nokkur dæmi um þetta: Göngustígar, sem eru að vaðast upp í drullu, vöð á ám þar sem sjá má langa olíupolla á bökkunum eftir bíla, sem ráku vélarpönnurnar niður, skortur á salernisaðstöðu og lengri og fleiri raðir af bílum en ég minnist áður.

Ef veitt væri, þó ekki væri nema 0,1% af tekjum þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum til þess að taka til hendi og byrja að afmá þá þjóðarskömmu, sem blasir svo víða við, væru það 270 milljónir króna á ári.

Því miður tefst það um eina ferðamannavertíð að ég komi í sölu diski með þættinum "Akstur í óbyggðum" með enskum og þýskum texta auk hins íslenska.  Þáttur með þessu nafni var sýndir í Sjónvarpinu í júní, en drukknaði í HM og það verður að ná til bæði Íslendinga og útlendinga. Það setti strik í reikninginn að ekkert einasta af 8 bílaumboðum fyrir jepplinga og jeppa og ekki ein einasta bílaleiga af 130 vildi styrkja þetta málefni.   


mbl.is Unga konan vildi stytta sér leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að setjast ekki við hliðina á svörtum manni

Ebóluveikin hefur verið viðloðandi í Afríku í allmörg ár.  70% sýktra hafa dáið.  Sagt hefur verið frá þessu í fréttum en líka að engin lækning er til.

Í ár bregður svo við að fleiri sýkjast en áður og meira að segja líka vestrænir menn.  Einn hefur nú verið fluttur í sérstöku flugi til Spánar. 

Einn bloggpistlahöfunda segist ekki vera rasisti en verða samt að benda á eitt, væntanlega í ljósi þess að Bandaríkjamaður fer vestur um haf sýktur af veiru.  Það leiðir hugann að fólki í farþegaþotum sem þarf að vara sig að því að setjast ekki við hliðina á svörtu fólki.  Pistilhöfundur gleymir því að til að koma í veg fyrir það dugar ekkert minna en að meina svörtu fólki aðgang að farþegaflugi, annars þarf einhver hvítur að sitja við hliðina á þeim svarta. 

Pistilhöfundur gleymir því að farþeginn sem  flaug til Bandaríkjanna var hvítur.

Samkynhneigðum er meinað að gefa blóð.  Samt eru miklu fleiri gagnkynhnegiðir með alnæmi. Nú bregður svo við að eftir öll þessi ár segjast læknar geta búið til lyf við Ebólunni.  Af hverju fyrst núna? Horfum í eigin barm og veltum þesu fyrir okkur.  


mbl.is Ebólan á leið til Spánar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband