Sum gos standa í mörg ár.

Sum eldgos standa í mörg ár, svosem ýmis dyngjugos. Surtseyjargosið stóð í þrjú og hálft ár og í sumum tilfellum er um að ræða röða af eldgosum, sem kalla má "elda".

Af því tagi eru Mývatnseldar 1724 - 29 og Kröflueldar 1975-84.

Skaftáreldar voru svo feikilega öflugir 1983, að núverandi gos í Holuhrauni sem og Kröflueldar eru aðeins nokkur prósent af þeim, og þess vegna entust Skaftáreldar ekki í mörg ár eins og þeir hefðu getað gert ef kvikustreymið hefði verið minna og jafnara.

Létting Vatnajökuls virðist ætla að hafa svipuð áhrif og vísindamenn spáðu og þess vegna megum við búast við "eldfjörugri" 21. öld heldur en 20. öldin var.

Og kannski erum við að sigla inn í "Bárðarbunguelda".  


mbl.is Gliðnunarhrinan heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á O. J. Simpson: "In dubio pro reo."

Ein helsta réttarreglal á Vesturlöndum er sú, að allur vafi í sakamálum skuli túlkaður sakborningum í vil. 

Á latnesku lagamáli orðast þetta svona: "in dubio pro reo." Reglan þykir nauðsynleg til þess að hamla gegn því að framin séu dómsmorð. 

Þótt þetta sé meginreglan er það misjafnt hvernig málarekstur þróast og hvernig mat dómara eða kviðdómenda er.

Þegar slyngir verjendur eiga í hlut, oft þeir bestu og dýrustu sem völ er á, tekst þeim oft að snúa málulm þannig að sýknudómur fáist. 

Málalokin í máli Pistoriusar minna um sumt á mál bandaríska ruðningsmannsins og sjónvarpsstjörnunnar O. J. Simpsons.

Hér á landi voru kveðnir upp tveir dómar í morðmálum með nokkurra ára millibili í morðmálum, þar sem sýkna í fyrra skiptið en sakfellingi í því síðara.

Í fyrra málinu, morðinu á Gunnari Tryggvasyni leigubílstjóra,  voru helstu gögnin lík, morðvopn undir höndum hins ákærða og hugsanleg ástæða. Það eina sem vantaði var játning, en hún fékkst ekki og hinn ákærði var sýknaður.

Í síðara málinu, Guðmundar- og Geirfinnsmálum fundust engin lík né heldur morðvopn og engin ástæða heldur til ætlaðra morða.

Það eina, sem í höndum var, voru margbreyttar og ruglingslegar játningar fengnar með harðræðisaðferðum sem eru fordæmdar á okkar tímum.

Reglan "In dubio pro reo" var greinilega í heiðri höfð í fyrra málinu en ekki að sama skapi í hinu síðara.

Í fyrra skiptið var engin pressa á lögreglu eða dómskerfi að sakfella.

Í hinu síðara var gífurleg pressa á lögreglu og dómskerfi að sakfella og þáverandi dómsmálaráðherra lýsti því yfir við dómsuppkvaðningu að "miklu fargi væri létt af þjóðinni."   


mbl.is „Hann komst upp með morð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband