Slæm frétt ef þetta gos hættir?

Það kann að sýnast öfugmæli en má þó til sanns vegar færa, að ef gosið í Holuhrauni hætti, muni hættan á svæðinu vaxa, vegna þess að gos á öðrum stöðum geti valdið mikilli hættu á flóðum eða illvígum sprengigosum.  

Meðan hraun streymir þarna upp með lítilli fyrirstöðu tappar það af þrýstingnum neðanjarðar eins og þegar lok lyftist á potti með sjóðandi vatni og gufan sleppur út.

Á næstu dögum og jafnvel vikum eða mánuðum verður spennandi að fylgjast með því hvort jafnvægi náist á milli þeirrar kviku, sem sleppur út, og þeirrar sem leitar inn í sprungur og kvikuhólf.

Nýja hraunið, sem rennur úr gígunum á sléttunni, hefur nægt svæði til þess að breiða úr sér og getur ekki valdið neinum teljandi vandræðum nema þeim, að komist það alla leið yfir að Öskju, verður jeppaleiðin um Flæðurnar mun torfærari en nú er, enda liggur hún núna um sléttan sand og er greiðfær og fljótfarin.

Var að henda inn á facebook síðu mína einni af þeim ljósmyndum sem ég smellti á nýja hraunið í dag.  

 


mbl.is Enn getur gosið undir jökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var svo slæmt að lifa hér 2004?

Það er þekkt fyrirbæri að þegar hápunkti er náð á einhverju sviði og afturkippur verður, miðast allt ástand við hápunktinn. 

Ég man þá tíma á samdráttartímum eftir stríðsárin að allt var miðað við kaupmátt og efnhagagetuna á stríðsárkunum og fyrstu tveimur árum eftir þau meðan Íslendingar voru á fullu að eyða striðsgróðanum.

Krafan var að endurlifa hápunktinn, sem augljóslega var ómögulegt að ná.

Svipað hefur verið uppi á teningnum eftir Hrunið 2008. Gef oss aftur 2007! Það virðist vera krafa síðustu missera, ekki að gefa oss aftur 2004 eða 2005. 

En kannski er okkur hollt að íhuga hvernig við höfðum það árin 2004 og 2005. Var svo slæmt að lifa hér þá að við teljum það alls ekki nóg að komast á svipað ról að nýju?  

Mótbáran við því að láta sér ekkert minna nægja en 2007 er oft sú, að nú séu skuldirnar svo miklu meiri en 2004 eða 2005.  

En var fjórfölduin skulda heimilanna og fyrirtækjanna á árunum 2003 til 2008 eðlilegt og eftirsóknarvert ástand?  


mbl.is Í sömu sporum og 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur fullkomnari mælitækni aukið spágetuna?

Það hefur verið mjög mismunandi í íslenskri eldfjallasögu hvernig eldgos hafa þróast frá upphafi goss til enda þess. 

Oft hafa gosin verið fleiri en eitt en allur gangur á því hvort öflugustu gosin voru fyrst eða síðast í goshrinunni.

Í Öskjugosinu 1875 fylgdu smærri gos norðar á gossbeltinu í kjölfar hins mikla sprengigoss, sem spjó gríðarlegri ösku yfir Norðausturland.

Í Eyjafjallajökulsgosinu urðu fyrst tvö smágos á Fimmvörðuhálsi, sem voru í raun fyrri og seinni hálfleikur af sama gosinu, en síðan fór allt af stað í stóra eldfjallinu sjálfu.

Atburðarásin núna minnir svolítið á þetta þótt ömögulegt sé að segja hvað muni gerast.

Í norðurenda gosbeltis Bárðarbungu stendur yfir lítið flæðigos svipað gosinu á Fimmvörðuhálsi, en stóra mamma bíður ógnandi að baki með öflugum skjálftum, sem gætu endað með mun stærra gosi líkt og gerðist í Eyjafjallajökli. 

Aldrei áður hefur verið hægt að vinna úr jafn mörgum gögnum um það sem er að gerast og nú og spá og spekúlera í leyndardómum kvikuganga og hreyfingum í iðurm jarðar, giska á rúmmál og flæði kviku og finna út að mun meira streymir upp og inn í þetta völundarhús en fer út úr því í gosinu í Holuhrauni.

Þetta ætti að geta aukið getu vísindamanna til að spá fram í tímann um það hvort og þá hvenær gjósa muni á nýjum stað svo að kvikuflæðið fái útrás.  


mbl.is Haft lítil áhrif á kvikuganginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband