Geigvænleg geil - Gjástykki þessara elda?

Það var stórbrotið að fljúga yfir gosið í Holuhrauni í gærkvöldi, mikill kraftur í því og þurfti að gæta sín.

En þó fór meiri hrollur um mann við að fljúga eftir meira en kílómetra breiðri geil eða sigdæld sem liggur frá gígaröðinni upp í Dyngjujökul. 

Þessi dæld er eins og smækkuð útgáf af Þingvalladældinni.  Og á einum stað með gjábarma á báðar hendur. 

Í Kröflueldum gliðnaði og seig land mikið í Gjástykki og vegna jarðskjálfta þar óttuðust margir að þar myndi koma upp gos.  Raunin varð hins vegar sú að aðeins gaus í syðsta parti Gjástykkis.

Því kunna menn að spyrja núna hvort hið sama muni gilda um geilina geigvænlegu sem er sunnan við gosstöðvarnar í Holuhrauni.  Munurinn á þessum eldum og Kröflueldum er sá að nú vita menn miklu meira en þá hvar kvikan er undir yfirborði jarðar og að hún er geysmikil. 

Og þess má minnast að í miðri sigdæld Þingvalla eru tveir gígar út í Þingvallavatni, Sandey og Nesjaey og sigdældin í Holuhrauni gengur í gegnum gamla gosgíga sem gusu ösku 1797.

Stefnt er að því að sýna myndir af þessum fyrirbærum í sjónvarpsfréttum í kvöld.


mbl.is Eldgosið séð frá geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband