Mc Carthy "kannaði bakgrunn."

Johseph Mc Carthy hlaut heimsfrægð á fyrstu árum sjötta áratugsins fyrir það að vera formaður nefndar Bandaríkjaþings sem gekk hart fram í því að "kanna bakgrunn" þeirra sem teknir voru fyrir sem sérstaklega grunsamlegir varðandi tengsl við kommúnista. 

Ákveðið kerfi var í gangi, þar sem hópar eins og listamenn og áhrifamenn á ýmsum sviðu þar sem "bakgrunnur var kannaður".   

Nýjustu hugmyndir í svipaða vel hér á landi sýnast einfaldari að því leyti til að aðeins er um einn afmarkaðan hóp að ræða, þar sem eina atriðið í vali á hinum grunuðu er að vera skráður sem múslimatrúar, en þeir eru um 1500 eða 0,5% þjóðarinnar. 

Þar að auki er hugmyndin sú að þetta verði hrein lögreglurannsókn hér á landi, sem miðast að því að "kanna bakgrunn."

Eftir árásina á Pearl Harbour 1941 var fólk af japönskum ættum tekið fyrir og hart að því sótt með mannréttindabrotum af ýmsu tagi.

Síðar var beðist afsökunar á þessum nornaveiðum og Mc Carthy varð síðar að láta af sinni miklu "könnun á bakgrunni" 

Bandaríkjamenn hafa síðar talið þessi tvö mál blett á sögu sinni.  


mbl.is SUS fordæmir ummælin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband