Hvað næst: "Vatnsskúr"?

Ætla hefði mátt að íslenska ætti nógu mörg heiti yfir það fyrirbæri þegar vatn í föstu formi fellur til jarðar, rennur með jörðinni í ýmsum myndum eða liggur á jörðinni.  

Nokkur dæmi:  Snjókoma, ofankoma, hríð, stórhríð, blindhríð, bylur, blindbylur, kafaldsbylur, hraglandi, kafald, mugga, hundslappadrífa, slydda, skafrenningur, mjöll, lausamjöll, harðfenni, fönn, skari, krap o.s.frv.

Samt linnir ekki þeirri áráttu íslensks fjölmiðlafólks að þýða beint enska orðið "snowstorm" og búa til heitin "snjóstormur" og "snjóbylur".

Hvað næst: "Snjórok"? Eða "vatnsskúr" 


mbl.is Íslenskur snjóbylur vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesta heppni í heimi?

Það var ein af eftirminnilegustu stundunum í Súðavík eftir flóðið þar, að standa á milli rústa húsanna sem flóðið sundraði, og beina myndavélinni fyrst að húsi nágranna Tómaszar Þórs Verusonar og segja frá þvi að þegar flóðið sprengdi það hús, þeyttist vatnsrúm út úr því og beina síðan myndavélinni síðan að húsinu sem Tómazs þeyttist út úr, og sýna síðan feril rúmsins og Tómazsar sem mættust í fluginu þannig að Tómazs vafðist inn í það og þegar rúmið kom niður með Tómazs vafinn inn í sér, bjargaði það lífi hans og hélt á honum hita. 

Því miður eru ekki til neinar myndir af því þegar björgunarsveitarmenn fundu Tómazs, grófu hann upp og björguðu honum, en það var afleiðing af vanmati á gildi myndatöku af svona viðburðum, sjá pistil frá því í gær. 

Ég efast um að dæmi sé um viðlíka heppni í veröldinni og fólst í þessu einstæða atviki í Súðavík fyrir 20 árum. 


mbl.is Vatnsrúmið bjargaði lífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýrri sjór veldur verri vetrarveðrum.

Sú ímynd hefur fest á fyrri part vetrar að hann sé einmuna kaldur og illviðrasamur með meiri snjúum og ófærð en dæmi eru um lengi. 

Þetta með snjóinn er rétt og sömuleiðis hefur verið illviðrasamt og mikið um slæm vetrarveður með tilheyrandi samgöngutruflunum og útköllum björgunarsveita. 

Hins vegar syna hitatölur að fyrstu tvo vetrarmánuðina var meðalhiti hærri á norðanverðu landinu en í meðalári. 

Nvernig má þetta vera? 

Dagskíman er lítil yfir Vaðlaheiðinni þegar þessi orð eru skrifuð um níuleytið á Akureyri eins og sést á meðfylgjandi mynd og snjórinn er djúpur hér nyrðra, og verður að velja sér heppilegt hlé á milli óveðra til að koma hinganð norður og fara héðan.IMG_4525

Trausti Jónsson hefur bent á það í pistlum sínum, beint og óbeint, að sjórinn fyrir norðan land hefur verið miklu hlýrri síðustu misseri en venjulega og hafísinn er mun fjær og minni fyrir norðan land en nokkru sinni fyrr síðustu aldirnar. 

Það er vetrarnótt á Norðurpólsvæðinu engu að síður og sólar nýtur þar alls ekki. Þess vegna myndast þar, einkum norður af meginlöndunum í Kanada og yfir Síberíu hefðbundnir "kuldapollar" sem teygja sig mismunandi mikið suður á Norður-Atlantshafið með köldu og tiltölulega þurru lofti. 

Þegar hafísinn var meiri en nú og sjórinn kaldari, dró þetta kalda loft í sig hitann og rakann frá sjónum sem það streymdi yfir, svo að það mynduðust él og stundum snjókoma á norðanverðu landinu. 

Sjórinn var hins vegar svo nálægt frostmarki að þetta var ekki í þeim mæli sem nú er þegar hafið er mun hlýrra og rakinn því meiri, auk þess sem átökin milli kalda og heita loftsins sem berst með lægðum úr suðvestri eru meiri nú en áður. 

Þess vegna eru nú meiri stórhríðar og ill vetrarveður en fyrr og þau eru svona slæm vegna hlýnunar sjávar af völdum hlýrri lofthjúps jarðar. 

Þetta gengur harðsnúnum hópi manna, sem ég hef kallað "kuldatrúarmenn", illa að samþykkja og skrifuðu nú nýlega um það að það væri alrangt að lofthjúpur jarðar færi hlýnandi. Þvert á mót færi hann "hratt kólnandi" !  

Þeir andæða harðlega kenningum um gróðurhúsaáhrif og gefa greinilega skít í þær hnattrænu mælingar sem sýna hlýrri lofthjúp og loftslag að meðaltali á jörðinni en hefur komið síðustu þúsund árin. 


mbl.is „Kolvitlaust“ veður á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband