Drápu þeir alls hátt á fjórða hundrað manns?

ISIS segist hafa staðið fyrir því að drepa 224 farþega í rússneskri þotu á dögunum, langflestir farþegarnir voru rússneskir. 

Lýst var yfir þjóðarsorg í Rússlandi. 

Ekki mun sannast endanlega hvort þetta var hryðjuverk fyrr en að rannsókn lokinni, en langmestar líkur eru á því að þarna hafi ISIS verið að verki. 

Ef þetta er svona, hafa samtökin grandað á fimmta hundrað manns samtals í Frakklandi og Rússlandi og að þessar tvær stórþjóðir hafi orðið fyrir barðinu á þessum villimönnum. 


mbl.is Ættingjar árásarmanns handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hika er sama og að tapa.

Markmið árásanna á Bandaríkin 11. september 2001 var að eyðileggja það frelsi, jafnrétti, bræðralag, mannréttindi, öryggi og frið, sem þróast hefur á Vesturlöndum og víðar um heim síðan í amerísku og frönsku byltingunum seint á 18. öld.

Allar gerðir ofsafenginna hryðjuverkamanna síðan þá hafa miðað að þessu sama, svo sem um miðjan síðasta áratug í Madrid og London.

Ætlunin er að láta ógn og skelfingu vegna hryðjuverka leiða af sér hatur, ósætti, átök og nógu mikla skerðingu mannréttinda til að rífa vestræn samfélög og friðinn í þeim niður, ekki bara með árásum utan frá, heldur líka innan frá.

Þetta má ekki gerast og hér má ekki hika aða hrekjast undan.

Í kjölfar árásarinnar á Charlie Hebdo í fyrravetur fóru leiðtogar fjölda ríkja sérstaklega til Parísar til þess að sýna fram á óhagganlega samstöðu gegn ófriði, úlfúð og ótta.

Augljóst er að árásinni í fyrrakvöld er sérstaklega beint að þeim mikilvæga miðpunkti alþjóðasamfélagsins sem á að verða í París eftir hálfan mánuð.

Nú ríður á að hika ekki eða hopa gagnvart eyðingaröflum ofstopafullra glæpamanna, heldur safna liði og taka hraustlega á móti á þann eina táknræna hátt sem mögulegur er, líkt og gert var eftir síðasta hryðjuverk í París.

Jafnframt þessu verður að sýna fyllstu hörku og samstöðu gegn ISIS í Sýrlandi og uppræta þessi samtök ógnar, forneskju, dauða og kúgunar.   

 


mbl.is Ekki hætt við loftslagsráðstefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Betri" veðurspá er ekki endilega réttari spá.

Það hefur tvívegis gerst hér á landi að fararstjórar leituðu fanga hjá veðurstofum í nágrannalöndum okkar og fundu "betri" veðurspá þar hvað snerti veður á þeim slóðum, sem þeir ætluðu með ferðamannahópa sína, en íslenska veðurstofan spáði.

Í bæði skiptin lentu hóparnir í miklum hremmingum og mátti þakka fyrir að ekki urðu banaslys.

Augljóst var þegar staðbundnar aðstæður voru skoðaðar fyrirfram, að íslenska spáin var rétt en ekki þær spár sem fararstjórarnir notuðu.

Í ýmsum tilfellum ber veðurspám ekki saman, jafnvel ekki í grundvallaratriðum, og þá getur það stundum verið heppni á hvað hver veðurstofa veðjar.

Í slíkum tilfellum getur það verið einhver erlenda veðurstofan sem hefur vinninginn.

En í tilfellunum tveimur, sem nefnd eru hér að ofan, skipti miklu máli að veðurfræðingur sem gerði spá væri kunnugur staðbundnum aðstæðum sem geta haft áhrif á veður á einstökum svæðum og stöðum.

Þar reyndist íslenska veðurstofan hafa vinninginn.

Það eru góðar fréttir að íslenska veðurstofan sé með endurbætur í framsetningu í undirbúningi, svo góðar, að veðurspárnar verði betur framsettar en fyrr og því "betri" í þeim skilningi.  


mbl.is Hvers vegna er norska veðurspáin betri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband