Er bara í fínu lagi að halda aðgerðaleysinu áfram?

Tengd frétt á mbl.is er um hluta af því áhættuspili sem nú er spilað með loftslag, höf og lífríki jarðar. Hér er linkur inn á Youtube um þetta efni:  https://youtu.be/y_rFz-gF5dg

Í stað skrifa á bloggi er þarna sungið á Youtube um það að taka nú til hendi og kýla á það af baráttugleði að leysa verkefnin sem við blasa, þurrð á jarðefnaeldsneyti og nauðsynlegumm auðlindum eins og fosfór.

Eða eigum við bara að halda áfram eins og ekkert sé? Og láta óhjákvæmilega þurrð olíunnar dynja yfir afkomendur okkar án aðgerða, láta komandi kynslóðir blæða fyrir eigingirni okkar?

 

P.S. Tónlistarmyndbandið er nú líka komið inn á facebook síðu mína.


mbl.is Áhrif koltvísýrings mögulega vanmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tonnin voru allt 1950 og eru enn sumum allt.

Á ríkisstjórnartima Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 1950-56 var Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna notuð til að reisa vatnsaflsvirkjun í Írafossi í Soginu og tvær verksmiðjur til að framleiða afurðir, sem hægt væri að mæla í tonnum, Sementsverksmiðjuna á Akranesi og Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi.

Þá var algerlega óhugsandi að neitt nema framleiðsla á verðmætum, sem hægt var að mæla í tonnum, gæti leitt af sér atvinnusköpun.

Síðan eru liðin 65 ár og þessi hugsun hefur verið leiðandi stef í atvinnumálum hér á landi og allt miðast við það sama og 1950, að skapa atvinnu fyrir verkafólk við að framleiða áþreifanlegar vörur, sem mæld sé í tonnum.

Enn fleiri álver eru efst á blaði.

Fyrir 65 árum hefði það þótt alger fjarstæða að neitt atvinnuskapandi gæti verið í Gufunesi sem ekki framleiddi svo og svo mörg þúsund tonn.

Að þar risu byggingar sem framleiddu afurðir hugvits eingöngu, sem ekki væri hægt að setja á vog, hefðu verið kallaðir órar, jafnvel geimórar, sem eins og sagt var um þá hugmynd fyrir 25 árum að hægt væri að hafa tekjur af því að skoða hvali í stað þess að skjóta þá.


mbl.is Kvikmyndaver í Gufunesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömul saga og ný, og svifryksmökkurinn þegar kominn.

Mökkur svifryks lá yfir Elliðaárdalnum í gær og sást vel í lágum geislum vetrarsólar.

Naglar næstum því þriðjungs bílaflotann er þegar byrjaður að böðlast á malbiki, sem er með lélegu hráefni og slitnar því miklu hraðar en sú blanda sem notuð er í öðrum löndum og er mun sterkari.

Langflesta daga vetrarins lemja naglarnir autt malbikið, tjara sest á bílana og dekkin verða sleipari en ella, löðrandi í tjöru.

Það út af fyrir sig skapar fleiri óhöpp og slys og slitið býr til rásir, sem fyllast af vatni og auka hættu á því að breið tískudekkin fljóti upp svo bílstjórarnir missa vald á bílnum.  


mbl.is 30% ökumanna á nagladekkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með okkar tungl?

Um miðja síðustu öld fóru á flot kenningar um að líf á jörðinni myndi eyðast við það að tugl hennar félli niður á hana.

Var því, hvernig tunglið nálgaðist jörðina hægt og bítandi lýst á dramatískan hátt í bókinni "Undur veraldar" og átti orsökin að vera stórfelldar virkjanir sjávarfalla á jörðinni.

Tungl jarðarinnar er það stórt, að það er eins gott að það haldist sem stöðugast í sinni 380 þúsund kílómetra fjarlægð frá okkur.


mbl.is Tungl Mars að sundrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband