Línan Rússland-Tyrkland liggur yfir Úkraínu og Krímskaga.

Síðustu mánuði hafa deilur Úkraínumanna og Rússa fallið í skuggann af því sem er að gerast í Sýrlandi og í Evrópu.

Þegar Putin sendi hervélar sínar til Sýrlands virtist það geta verið liður í að beina athyglinni þangað.

En uppákoman við landamæri Sýrlands og Tyrklands hefur nú víkkað sjóndeildarhringinn, sem horft er á, og þegar afstaða Rússlands og Tyrklands er skoðuð, sést að á milli þessara tveggja landa eru Úkraína og Krímskagi og Svartahaf þar suður af.

Nýjar deilur og togstreita milli Rússa og Úkraínumanna leiða athyglina á ný að deilum þessara þjóða og ástandinu í Úkraínu og flækja stöðuna á útvíkkuðu átakasvæði.


mbl.is Banna rússneskt flug yfir Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afreksmaðurinn sem vítamínskortur felldi.

Á árunum 1949-1951 áttu Íslendingar sex spretthlaupara sem voru í fremstu röð í Evrópu, Hauk og Örn Clausen, Finnbjörn Þorvaldsson, Ásmund Bjarnason, Guðmund Lárusson og Hörð Haraldsson.

Nokkurn veginn öruggt er að aldrei aftur muni jafn fámenn þjóð leika þetta eftir.

Í 200 metra hlaupi 17. júní röðuðu fjórir menn sér í einu og sama hlaupinu inn á topp afrekaskrár ársins í Evrópu, Hörður Haraldsson, 21,5 (Íslandsmet), Haukur Clausen 21,6, Ásmundur Bjarnason 21,7 og Guðmundur Lárusson 21,8.

Þeir Hörður og Haukur voru til alls líklegir og seinna um sumarið náði Haukur besta árangri ársins í Evrópu, hljóp á 21,3 og setti Norðurlandamet, sem stóð í sjö ár og Íslandsmet sem stóð í 17 ár.

En hvað varð um Hörð Haraldsson? Jú, hann var í góðri forystu í 200 metra hlaupinu í landskeppni við Dani, næstu stórkeppni á eftir 17. júní mótinu, þegar hann tognaði í hálfnuðu hlaupi og haltraði í mark.

Keppti ekki meira það árið og jafnaði sig ekki fyrr en mörgum árum síðar þegar það var orðið of seint.

Þá náði hann þó, seint og um síðir, næst besta árangri Íslendings í 400 metra hlaupi fram að þeim tíma.

Hafði komist að því að skortur á B-vítamíni hafði valdið því, að ævinlega þegar hann var að komast í toppform á sínum bestu árum, tognaði hann.

Meginástæðan var fólgin í matarvenjum hans varðandi það að neyta ekki brauðs og annarrar fæðu sem gefur nauðsynlegt B-vítamín.


mbl.is Ertu með B12 vítamínskort?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hingað leita í dýrum draumum..."

Fyrirbærið Airbnb virðist geta tekið á sig ýmsar myndir ef marka má tengda frétt um þá þjónustu bæði hér á landi og erlendis. Vaknar áleitin spurning um að svipað gerist hér og í öðrum löndum:   

 

Ef hingað leita í dýrum draumum,

daprir hælisleitendur

koma líka í stríðum straumum

staðnir bælisleitendur?


mbl.is Nota Airbnb fyrir skyndikynni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband