Eru starfsmenn Alþjóða veðurstofnunarinnar í hópi "40 þúsund fífla"?

Mikill söngur er nú kyrjaður af kuldatrúarmönnum, sem ég vil kalla svo, um að þeir 40 þúsund, sem fara muni til Parísar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, falli undir heildarheitið "40 þúsund fífl."

Væntanlega má þá telja vísindamenn Alþjóða veðurstofnunarinnar hrein fífl og mælingar þeirra hreinn fíflagangur, úr því að þær sýna að árið 2015 verði heitasta árið frá því að mælingar hófust og að síðustu 15 ár verði hlýjasta 15 ára tímabil í sögu mælingar.

Kuldatrúarmenn telja sig vita betur og að engin hlýnun hafi átt sér stað, heldur sé nú þvert á móti að "kólna hratt."

Er trú þessara "sjálfvita" eða "besservissera" vissulega mikil.


mbl.is Heitasta ár frá því að mælingar hófust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað næst? "Long friday"?

Einu sinni voru það fótanuddtæki fyrir jólin. Nú er það "Black Friday". Í fjölmiðlum er nær stanslaus síbylja um þetta bandaríska fyrirbrigði sem hefur skyndilega lagt okkur Íslendinga á hliðina.

Allir verða að vera með. Valentínusardagurinn komst inn í mynstrið hjá okkur en þurfti mun lengri tíma. Hann á þó ekkert síður rétt á sér en sumir "íslenskir" frídagar, sem eini dagur sem er eyrnarmerktur ásta og elskendum ár hvert.

Flestir íslenskir hátíðisdagar eiga sér erlendan uppruna eins og hvítasunnudagur, páskadagur og föstudagurinn langi.

Allir heita þeir íslenskum nöfnum og íslenskastur allra er hinn rammíslenski fyrsti sumardagur.

Þess vegna stingur það í augu og eyru að nú skuli vera kominn fyrsti dagurinn, sem ber algerlega erlent nafn.

Það þykir svo rosalega töff og kúl að hann heiti Black Friday upp á amerískan hátt.

Af hverju má hann ekki heita svartur föstudagur ef við verðum endilega að apa þetta fyrirbrigði eftir Könum og bera bara íslenskt vikudagsnafn eins og föstudagurinn langi?

Nei, það þykir líklega svo hallærislegt og ljótt.  Eða hvað?  Af hverju er íslenska orðið svartur svona slæmt en enska orðið black svona gott?

Er næsta skref að byrja að kalla föstudaginn langa "long Friday"?

   

 


mbl.is „Það hrúguðust allir á brettið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhugsuð ráðstöfun?

Það er einkennilegt ef teknar eru ákvarðanir í umferðarmálum, sem varða afköst og mengun á fjölforðnustu leiðum, án þess að athuga afleiðingar þess með því að beita viðurkenndum alþjóðlegum aðferðum.

Svo virðist ætla að verða varðandi það að lækka hámarkshraða á Miklubraut frá Hlíðum að Kringlumýrarbraut.

Jafnvel meðaljóninn, sem enga þekkingu hefur á afkastamódelum vega og gatna, veit, að minnkaður hraði leiðir af sér minni afköst.

Að vísu er módelið ekki alveg eins einfalt og virðist við fyrstu sýn, því að eyðsla bíla eykst ekki línulega, heldur veldislægt með auknum hraða.

Það á þó meira við á miklu hraða en litlum, og of lítill hraði, sem myndar umferðarteppur á álagstímum, veldur því að bílar eru meira kyrrstæðir og menga án þess að komast áfram.

Síðan verður að taka tillit til þess ef hraðinn er miklu meiri á aðliggjandi kafla, eins og er austar á Miklubraut, þar sem 80 km hámarkshraði er.

Því meiri sem hraðamunurinn er á þeim kafla og kafla vestar á leiðinni, því meiri tafir verða þar sem hraðinn er lægri.

Raunar virðist fleira vera gert á þessum kafla til að stuðla að myndun umferðarteppu.

Þannig virðist ekki vera notuð nýjasta tækni til að umferð gangandi fólks og hjólafólks yfir gangbraut rétt austan Stakkahlíðar sé á þeim tíma þegar kemur sér best fyrir alla aðila.

Einn gandandi maður getur auðveldlega stöðvað marga tugi akanndi manna með því að nota gangbrautina einmitt þegar verst gegnir fyrir bílana sem gætu annars komist á grænni bylgju eftir þessum kafla.

Sjálfur er ég nú orðinn hjólreiðamaður í flest skipti, sem ég er á ferðinni á þessu svæði, en mér er engin þægð í því einn á ferð að stöðva fjölda annarra vegfarenda að óþörfu, einmitt þegar græna bylgjan er að koma.

Það hlýtur að vera hægt að samhæfa umferðina þannig að gangandi og hjólandi fari þarna yfir þegar akandi umferðin er minnst.  


mbl.is Lækka á hámarkshraða á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband