Af hverju ekki svipað í heilbrigðiskerfinu og víða annars staðar ?

"Það er mannlegt að skjátlast" segir gamalt latneskt máltæki. Á ýmsum sviðum, svo sem í samgöngum eru það sérstakar nefndir víða um lönd sem rannsaka orsakir slysa eða mistaka og gefa út skýrslur um störf sín. Ef ástæða þykir til eru gerðar tillögur um úrbætur.

Þessar rannsóknarnefndir sækjast ekki eftir valdi til að beita refsingum, heldur fyrst og fremst til aðstöðu til að komast að því sem sannast reynist.

Oft er lagt mat á líkur á mismunandi orsökum atvika og refsigleði ekki talin vænlegust til að draga úr hættu á mistökum.

Í heilbrigðiskerfinu væri athugandi að setja á fót slíka nefnd og að laða fram vilja hlutaðeigandi til að hjálpa til við rannsóknina.

Faðir minn heitinn varð farlama, bjó við mjög skert lífsgæði árum saman og lifði skemur en ella vegna einhverra einföldustu mistaka, sem hægt er að gera, en það er að nota sama staðinn of oft við að stinga nál í sjúklinginn til að dæla í hann lyfi eða öðru.

Málið fór alla leið fyrir Hæstarétt, en í málaferlunum brá svo við að sjúrnalar, sem gátu gefið upplýsingar, týndust, og viðkomandi hjúkrunarfólk mundi ekkert eftir karlinum.

Þó var það þannig, að þegar karlinn fór á spítala á ævidögum sínum sögðu allir að hann hefði verið ógleymanlegur sjúklingur og haldið uppi svo miklu fjöri á stofunum sem hann lá á, að það hefði jafnvel haldið mörgum lifandi sem annars hefðu dáið !

Einu atkvæði munaði í úrskurði Hæstaréttar í málinu, sjúklingnum í óhag, málið stóð tæpt, og því miður mundi hann ekki eftir einu af lykilvitnunum, sjúklingi, sem lá á sama tíma á spítalanum og gat borið vitni, sem hefði ef til vill snúið málinu.

Sá sjúklingur frétti ekki af málaferlunum og gaf sig ekki fram fyrr en of seint.  

Hugsanlega hefðu sjúrnalar ekki horfið og minnisleysi herjað á hjúkrunarfræðinga ef vinnubrögð rannsóknarnefndar hefðu verið viðhöfð án refsigleði.

Því að málið var ekki höfðað til þess að klekkja á neinum, heldur til þess að sjúklingurinn fengi sanngjarnar bætur og hægt væri að læra af mistökunum.  

       


mbl.is Vill rannsóknarnefnd um mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sleppum því að gera neitt vegna hamfara.

Ekki man ég tölu hesta á Íslandi, vafalaust fleiri en 100 þúsund. Ef aðdrættir á matvörum stöðast til landins, eða þá olíuflutningar, eigum við alla þessa hesta til þess að draga hestasláttuvélar og rakstravélar eins og gert var í gamla daga.

En það er ekki gert ráð fyrir að flutningar stöðvist eða olíuskortur verði.

Eða þá að drifið verði í því að rafvæða dráttarvélaflotann, og ef tæknin við það dragist á langinn, að gera breytingar á núverandi flota mögulegan.

Í kringum 1960 flaug það fyrir, að svonefnd almannavarnarnefnd hefði látið fylla stóra kjallara í Mosfellsveit af gríðarlegu magni af fatnaði sem grípa mætti til vegna hamfara, annað hvort af völdum náttúruafla eða kjarnorkustyrjaldar.

Ekki veit ég hvort hann er þar ennþá.

Ekki er gert ráð fyrir neinum vörnum ef flóðbylgja sjávar skellur á landi, til dæmis af völdum neðarsjávarjarðskjálfta.

Axel Björnsson jarðfræðingur var látinn gera úttekt á hamförum við Reykjavík upp úr 1990.

Hann skipti hamfarasvæðinu í tvennt, hið syðra og nyrðra.

Mun meira rask gat orðið af hamförum á nyrðra svæðinu, hraun gætu lokað Reykjavík af svo að ófært yrði þangað landleiðina og flutningur á rafmagni og heitu og köldu vatni gæti rofnað.

Ógnin á nyrðri hluta svæðisins var talin svo mikil, að ákveðið var að æfa aðeins lauslega viðbúnað við hamafarir á syðri hlutanum!

 


mbl.is Íslensk heimili ekki búin undir hamfarir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipuð landsbyggðarvandamál alls staðar.

SchardingÁ þingi landsbyggðarsamta Evrópu ERP (European Rural Parlament) í Scharding í Austurríki, sem ég sit þessa dagana, er sláandi að sjá og heyra hver vandamál hinna dreifðu byggða eru svipuð í Evrópu, allt frá Efra-Austurríki á miðju meginlandi Evrópu út á ysta útnárann, sem Ísland er.

Samtök frá 40 þjóðum sitja ráðstefnuna, og á enda þótt dreifbýlið búi yfir ýmsum vanntýttum möguleikum sem gætu orðið því til hagsbóta, vegur margs kyns skortur á aðstæðum sem er einkum til þess fallinn að valda flótta ungs fólks til þéttbýlsins.

Einn gestur á ráðstefnunni, bandarísk kona,´lýsti því í morgun hvernig þessi vandi er hinn sami í dreifbýlinu í öllum heimsálfum og jafnvel mun verri á sumum sviðum í Bandaríkjunum.

Einkum veldur skilningsleysi á ódýrum og almennum aðgangi að háhraðatengingu við netið miklum vanda vestra að hennar dómi.

Til þess að menntun, sem er keppikefli unga fólksins, geti blómgast, verður aðstaða til hennar að vera fyrir hendi.

Annars flytur unga fólkið í burtu og ef þetta bitnar líka á þjónustu skólakerfisins, brestur einnig feimnisfyrirbæri, sem nefnt hefur verið atgervisflótti

Inni í honum felst möguleiki á fyrirbærinu lakari kennarar = lakari námsárangur.   


mbl.is Talsvert lakari einkunnir á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru höftin "góð" af því að þau voru meiri hér áður?

Íslendingar hafa búið svo lengi við gjaldeyrishöft, eða að mestu leyti samfleytt í 85 ár, að þau eru orðin samgróin þjóðarvitundinni. Árin í kringum síðustu aldamót, þegar ekki voru höft, voru svo fá, að þau hverfa í þetta haf hafta.

Lengst af voru höftin miklu meiri en nú er og á tímabili um miðja síðustu öld grasseraði óheyrileg spilling í kringum þau.

Er síst eftirsjá af því timabili og heldur ekki ástæða til að gera sig ánægðan með núverandi höft, þótt þau séu ekki eins óskaplega mikil og var lungann úr síðustu öld.

Það er fagnaðarefni ef hægt er að létta höftunum af smátt og smátt og engin ástæða til að gera lítið úr því með því að segja að höftin séu mest "ímyndun" sem skipti almenning litlu.

Höft eru alltaf höft, til trafala fyrir þjóðarbúskapinn, og skapa fyrirbrigðið "tvær þjóðir í sama landi" þótt sú mismunun sé kannski ekki mikil á milli einstaklinganna sem mynda "sauðsvartan almúgann".


mbl.is Höftum lyft að loknu uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband