Of lítið og of seint?

"Ekki gera ekki neitt" er slagorð innheimtufyrirtækis í Reykjavík. Annað hliðstætt orðalag gæti verið: "Allt er betra en ekkert."

Þrátt fyrir upphrópanir þeirra, sem vilja ekki að neitt sé gert og kalla ráðstefnugesti í París 40 þúsund fífl, blasir við súrnun sjávar og meira af koltvísýringi í andrúmsloftinu en verið hefur í 800 þúsund ár af mannavöldum.

Ef ekki verður tekið rækilega til hendi, verður jafnrétti kynslóðanna fótum troðið og vandinn sem komandi kynslóðir verða að glíma við, verður miklu stærri, verri og dýrari en ef núlifandi kynslóðir taka ábyrgð á gerðum sínum.

Nú stefnir í að hugsanlegar aðgerðir sem ræddar verða í París, verði af fyrrgreindum toga, - of lítið, - of seint.

Fari svo, verður hlutur Íslendinga, sem hafa þá sérstöðu við óhjákvæmileg orkuskipti á þessari öld, að geta orðið fyrstir þjóða til að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum á landi og sjó, enn snautlegri en flestra annarra þjóða, jafnvel þótt sett sé það mark að verða meðal meðalskussanna eins og nú hefur verið sett fram.

 


mbl.is Markmiðin ekki nógu metnaðarfull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki orð um áhrif sæstrengs á náttúru landsins.

Forsætisráðherra Breta veit hvað það er auðvelt að láta þá til að leggja niður skottið, sem mótmæltu réttilega hvað harðast hryðjuverkalögum Breta og þvingun þeirra gagnvart okkur til að hver skattborgari íslenskur borgaði 25 sinnum meira vegna Icesave en skattborgarar í Bretlandi og Hollandi.   

Hann veit nákvæmlega hvað fær íslensk peningaöflin til að slefa af áfergju.

Í tengdri frétt á mbl.is segir að á fundi forsætisráðherra Breta og Íslendinga hafi verið tekið ákvörðun um að kanna efnahagsleg og félagsleg áhrif lagningar strengsins.

Ekki orð um það hvað áhrif meðfylgjandi virkjanaæði muni hafa á einstæðar náttúrugersemar Íslands, sem verður stútað þegar græðgisæðið skellur á og áætlunin um að eftir tíu ár verðum við að framleiða tíu sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf verður framkvæmd.   


mbl.is Könnunarviðræður um sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í hers höndum.

Ég efast um að áður hafi nokkur stjórn þurft að grípa til jafn gagngerra breytinga og stjórn Ríkisútvarpsins til þess að bregðast við afar ósanngjörnum álögum á rekstur sinn og stjórn RÚV greip til í fyrra.

Þessar ósanngjörnu álögur byggðust fyrst og fremst á því, að RÚV var eina opinbera stofnunin sem við ohf- eða einkavæðingu var gert að taka á sig allar skuldbindingar LSR, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, og þar með, eitt allra slíkra fyrirtækja, neytt til þess að axla strax í upphafi milljarða, sem landsstjórnin gat síðan gumað af að hafa létt af útgjöldum ríkissjóðs.

Á tímabili voru svo miklar innanhússbreytingar í gangi, að engu var líkara en að loftárás hefði verið gerð á alla innviði hússins.

Til þess að koma því í gegn að geta búið til rými fyrir aðra starfsemi, þurfti í sumum tilfellum að margflytja starfsfólkið um húsið á meðan herskari iðnaðarmanna vann við innviðabyltinguna.

Sem dæmi má nefna að einn starfsmanna þurfti að flytja sig alls níu sínnum til.

Þessi breyting fór hljóðlega fram án þess að verið væri að blása hana upp.

Mér finnst rétt að um þetta komi fram þegar óvildarmenn hamast enn og áfram gegn rekstri ríkisútvarps, sem hvergi í öðru nágrannalandi er ætlunin að leggja niður.


mbl.is RÚV verður ekki rekið með halla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband