Hvergi frekar en a Islandi.

Fyrst: Bilun i tolvu, verd ad nota erlenda. Afsakid. Vedurlag a Islandi er slikt ad hropar a betri hus. Leki i miklum maeli, vidgerdir upp a milljarda og stor hluti ekki rett framkvaemdur.

Flutt hafa verid inn hus sem eru ekki gerd fyrir islenska vedrattu og verda onyt a nokkrum aratugum.

Stormal er fyrir okkur ad finna bot.

Plasthus eru spennandi, hvergi frekar not fyrir betri hus en her.


mbl.is Hús framtíðarinnar úr plasti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frankenstein Vesturlanda að verki ?

Vestrænar lýðræðisþjóðir með NATO og Bandaríkin í fararbroddi og meðal annars okkur Íslendinga sem meðreiðarsveina mótuðu með sér þá sýn, að með hvatningu og stuðningi væri hægt að koma af stað því sem fékk nafnið Arabíska vorið, lýðræðisvakningu í Arabalöndunum, sem myndaði svo öflug samtök, að hægt væri að velta einræðisherrum af stóli.

Einkum þótti fýsilegt að Gaddafi í Líbíú og Assad í Sýrlandi, áratuga skjólstæðingar Rússa, yrðu hraktir frá völdum líkt og Saddam Hussein í Írak á sínum tíma.

En þessir uppvakningar Vesturlanda reyndust vera Frankensteinar, einkum í Sýrlandi.

Í gærkvöldi sá ég fyrir tilviljun fréttaskýringu í erlendu sjónvarpi þar sem færð voru að því rök að ISIS væri Frankenstein Bandaríkjanna í Sýrlandi í krafti bandarísks stuðnings í upphafi og bandarískra vopna, sem samtökin réðu greinilega yfir.

Einnig var varpað ljósi á það hve Rússar næðu mun meiri árangri í hernaði gegn ISIS en Bandaríkjamenn og spurt, hvort það væri vegna þess, að Kanarnir tækju fall Assads fram yfir það að veikla ISIS um of.

Og vitað er að þegar á reynir, eru það olíuhagsmunir og orkuhagsmunir, sem hafa úrslitaáhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Miklar gaslindir eru í Sýrlandi og landið skapar aðgengi frá Persaflóa í gegnum Írak til Miðjarðarhafsins.

Hvað, sem því líður, er ljóst að atburðarásin í "Arabíska vorinu" hefur orðið allt önnur en stefnt var að, allt frá Íraksstríðinu 2003 til okkar dags með hættu á hernaði þar sem aðilar málsins missa atburðarásina úr höndum sér.  


mbl.is „Allt í einu var ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hve lengi getur ísmolinn haldist við...?"

"Hve lengi getur ísmolinn haldist við óhaggaður í sjóheitum bakaraofni?" svaraði Muhammed Ali eitt sinn þegar hann var spurður um það, hve langur næsti bardagi hans yrði.

Í mörgum bardögum hans notaði hann þá aðferð og veikja andstæðinga sína smátt og smátt með því að nýta sér yfirburði tækni, hraða og úthalds til að draga úr þeim mátt.

Bandaríkjamenn og ríki heims geta eins og er framlengt olíuöldina eitthvað með því að nota bergbrot og halda áfram starfsemi og lífsstíl, sem byggist á því að ganga á takmarkaðar birgðir olíu í olíulindum jarðarinnar, en á endanum hljóta að verða orkuskipti.

Þessi orkuskipti munu hjálpa til við að berjast gegn áframhaldandi mengun andrúmsloftsins og það hefðu verið afar slæm skilaboð til loftslagsráðstefnunnar í París að taka enn eitt skrefið í að viðhalda ástandi, sem útilokað er að viðhalda mikið lengur.  


mbl.is Obama hafnaði Keystone leiðslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband