Náttúrufórnir, sem aldrei er talað um.

Í umræðu um virkjanamál hér á landi er ævinlega skautað fram hjá því þegar talað er um það að það þurfi að ná málamiðlun um þær, að alltaf er talað um skiptingu á þeim virkjanakostum sem eftir eru en aldrei um það, að þegar hafa verið reistar um þrjátíu stórar virkjanir í landinu.

Sogsvirkjanirnar hafa það fram yfir virkjanir í jökulfljótum, að Sogið er tær á þar sem ekkert aurset hleðst upp í miðlunarlónum og gerir þau ónýt með tímanum.

Virkjanirnar eru því sannanlega sjálfbærar og færa okkur hreina og endurnýjanlega orku, ígildi eilífðarvéla.

En Sogið var ekki virkjað án fórna. Áður en virkjað var, var Sogið besta laxveiðiá landsins með stærsta laxastofninn og laxana. Þessu var fórnað auk urriðastofnsins í Þingvallavatni.

En á þeim tíma, 1937-60, var ekki um annað að ræða en að fara í þessar virkjanir. Við þurftum þetta rafmagn ef við ætluðum að halda hér uppi samkeppnisfæru nútímaþjóðfélagi. 

Hið furðulega er hins vegar, að á þeim ríflega 80 árum sem liðin eru síðan ákveðið var að virkja Sogið, tala menn um virkjanir á nákvæmlega sömu nótum og þá, þótt aðstæður séu gerbreyttar og við framleiðum nú fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum fyrir okkur sjálf, og heimilin í landinu noti aðeins 5% af því rafmagni sem framleitt er hér á landi.

Enn er sunginn söngurinn um að við getum ekki verið rafmagnslaus og um þá sem andæfa stefnu næstu tíu ára, sem felst í því að umturna helstu náttúruverðmætum landsins og tvöfalda rafmagnsframleiðsluna og framleiða tíu sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf, er sagt að þetta "öfgafólk vilji fara aftur inn í torfkofana."   

 


mbl.is Styrkir rannsókn á urriða og bleikju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halla var enn einstakari en Eyvindur.

Víst var Fjalla-Eyvindur frækinn kappi, einstaklega útsjónarsamur, handlaginn, fimur, úthaldsgóður og sterkur. 

En að einu leyti stóð Halla Jónsdóttir honum framar: Hún er eina konan í Íslandssðgunni sem hefur verið útlagi. Svo einfalt er það. Og hún lifði það meira að segja af. 

Fjalla-Eyvindur var hins vegar einn af fjölmörgum útilegumönnum allt frá landnámi Íslands.

Það er augljóst að eitthvað yfirgengilegt sálarafl hefur knúið þessa frábæru og einstöku konu áfram. Þess vegna er fullkomlega eðlilegt að álykta sem svo, að það sem skóp hina einstöku sögu Eyvindar og Höllu hafi verið sterkasta aflið í manninum, ástin.

Af fáum verkefnu mínum um dagana hef ég haft jafn mikið yndi að vinna og að sjónvarpsþættinum "Fólk og firnindi - Flökkusál", sem fjallar um lífshlaup þeirra með ívafi um aðstæður, örlög og einsemd annarra útilegumanna, utangarðsfólks og einstæðinga, auk þess sem rauður þráður í gegnum myndina er nútíma Fjalla-Eyvindur, sem einnig missti barn sitt á fjöllum.  

 

 

 


mbl.is „Þetta er okkar Hamlet“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um M370? Íslensk hliðstæða.

Sé skýringin á flugslysinu í frönsku Ölpunum rétt vekur það spurningar um malasísku þotuna, flug M370, sem hvarf á dularfullan hátt í fyrra. 

Það, að aðstoðarflugstjórinn hafi verið pollrólegur á meðan hann stýrði flugvélinni inn í fjallið og að ekki sé hægt að finna nein tengsl hans við hryðjverkasamtök vekur vissa undrun. 

En svo er að sjá, að atvik af þessu tagi geti gerst. 

Upplýst er að dyrnar á stjórnklefum þotnanna séu svo sterkar, að þær séu sprengjuheldar.

Það þýðir væntanlega að annar flugmanna malasísku þotunnar hefur getað haft þær læstar eins lengi og hann vildi.

Þess má geta að svona atvik eru ekki fjarstæðari en svo að eitt slíkt er skráð í íslenskri flugsögu, þótt aðeins einn maður hafi farist og fremur hljótt hafi farið á sínum tíma og æ síðan.

Maður tók flugvél á leigu hjá flugskóla í Reykjavík, flaug henni inn í æfingasvæði yfir Mosfellsheiði og steypti henni þar nær lóðrétt til jarðar.  


mbl.is Lækkaði vísvitandi flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Best að álykta af varúð. Dyr eru opnaðar, ekki hurðir.

Ekki vantaði getgáturnar í vefmiðlum þegar hið hörmulega flugslys varð í frönsku Ölpunum í fyrradag. Nú virðist málið vera að byrja að skýrast og því best að láta það ganga sinn gang án stórra upphrópana.

Athyglin beinist að flugstjóranum, til dæmis hvort hann hafi fengið áfall á óheppilegasta augnabliki eða framið sjálfsmorð.

Fallhraði þotunnar, um 3000 fet á mínútu, var grunsamlegur. Þetta er að vísu hratt fall en ekki nógu mikill út af fyrir sig til að valda því að þota brotni upp vegna álags af völdum flughraða. Neyðarlækkun til að komast niður úr súrefnisleysi væri hraðari. 

Svo langt gengu sumir bloggarar í ummælum um málið að draga Evrópumálin inn í umræðuna á þann hátt að Airbus þotur, afrakstur evrópskrar samvinnu, væru lélegri og hættulegri en Boeing þotur.

Sem er að vísu sleggjudómur og stenst ekki.

Í tengdri frétt um málið á mbl.is er hvað eftir annað sagt að hurð hafi verið opnuð eða ekki hafi verið hægt að opna hana.

Þetta er ekki aðeins rangt mál, heldur líka rökleysa. Það er að vísu hægt að opna hurð, en aðeins með því að rista hana upp.

Það eru hins vegar yfirleitt dyr sem eru opnar eða lokaðar, ekki hurðir.  


mbl.is Hvað gerðist í flugstjórnarklefanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband