Áhættuspil með undirstöðurnar.

Fyrr á árum var oft spilað áhættuspil með eina gjaldeyrisskapandi atvinnuveginn sem þá var sjávarútvegurinn.

Verkföll trufluðu oft bæði veiðar, vinnslu og sölu og gerð þjóðarsáttarinnar 1990 var ekki einasta til þess að láta því ófremdarástandi linna að hér væri dæmalaus óstöðugleiki varðandi verðlag og gengi krónunnar og tilheyrandi gjaldeyrishöft, heldur líka til þess að bægja frá því tjóni, sem endalausar vinnudeilur ollu. 

Hinir stóru viðskiptavinir erlendis, sem voru orðnir vanir ástandinu hér, hrukku þó yfirleitt ekki frá þótt truflanirnar væru hvimleiðar og skaðlegar, heldur reyndu að gera ráðstafanir í tíma til þess að viðhalda vinnslu og sölu fiskafurða erlendis. 

Nú er ferðaþjónustan orðin stærsta gjaldeyrislindin og þar gildir öðru máli. 

Ferðafólk um sumarleyfistímann getur ekki fært ferðalög sín til og hrekst því oftast frá ef óvissa ríkir eða starfsemin stöðvast og missir trúna á því að hættandi sé á að fara til Íslands. 

Ferðaþjónustufyrirtæki erlendis verða líka að geta treyst því að hægt sé að fara ferðirnar sem þau selja. 

Sama að er segja um þá sem þurfa að standa við dagsetningar varðandi ráðstefnur, sem hér eru haldnar. 

Eftir 1990 færðist viss feginleiki inn í íslenskt atvinnulíf og tekin voru upp ný og skynsamlegri vinnubrögð, byggð á skynsemi og trausti. 

Nú er full ástæða til að óttast að aldarfjórðungurinn, sem liðinn er frá Þjóðarsáttinni, sé það langur tími að menn muni ekki eftir þeim gríðarlega mun sem var á ástandinu í þessum málum fyrir 1990 og eftir 1990. 

Og átti sig ekki heldur á því hve miklu viðkvæmari þjóðarbúskapurinn er fyrir vinnudeilum og truflunum af þeim heldur var áður en ferðaþjónustan tók sitt risastökk upp á við.


mbl.is Rothögg fyrir ferðaþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorið er komið, - en fólk virðist ekki trúa því.

"Vorið er komið og grundirnar gróa, - en sumardekkin, hvað með þau?" Þetta kom mér í hug i gær þegar ég fór með bíl konunnar til þess að setja sumardekkin undir. Og þótt fyrr hefði verið.

Við ´það sparast minnst 1500 krónur á mánuði í bensínkostnað og sumardekkin rúlla betur, eru hljóðlátari og með mun betra grip  og hemlun á malbikinu, einkum þegar ekið er hratt í vatni og pollum.  

Ég hafði búið mig undir að fara í langa biðröð, en í ljós kom að það var lítið að gera á hjólbarðastöðvunm. Þar sögðu starfsmenn að fólk héldi að sér höndum í stórum stíl við að skipta um dekk.  

Hvernig mátti það vera þegar spáð er vorveðri að mestu eins og langt og spáin nær, fram í að minnsta kosti miðja næstu viku, 5-13 stiga hita?

Meðalhiti að degi til í Reykjavík 22. apríl er 5 stig og fer hækkandi um 0,1 stig á hverjum degi, en samt ætlar fjöldi fólks að halda áfram að berja göturnar með nöglum áfram. 

Fyrr má nú vera trúin á að það byrji að snjóa og snjóa og það dag eftir dag ! 


mbl.is Tímabundið vor á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband