Hliðstæður "húkkur" og "We are the champions!"

Eftir því sem árin líða er lagið "We are the champions" sennilega eitthvert mest sungna stuðlagið þegar fagnað er góðum árangri og við fleiri tækifæri. 

Ég greip ekki sigurlag Svíanna alveg fyrr en á leið á kvikmyndahátíð vestur á Patreksfjörð, þegar þetta lag hljómaði í útvarpinu í bílnum við bensíndæluna í Búðardal. 

Þá áttaði ég mig á þeim möguleika að þetta lag gæti orðið skætt partílag eða lag sem fólki dytti í hug að syngja á góðum kvöldstundum þegar allir eru í stuði, vinningsstuði, á einn eða annan hátt.  Og gott að fá útás með því að syngja hina lúmsku slaufu "vó, ó, vóóó!" 

Svíarnir áttu magnað kvöld því að átta lög í keppninni voru sögð eftir sænska höfunda. 

Mig grunaði, eins og kom fram í bloggi fyrr í kvöld, að rússneska lagið og ítalska lagið gætu náð langt og það má fagna því að ekki er hægt að sjá að misjafnar tilfinningar vegna samskipta Rússa við nágranna sína bitnuðu á ágætu lagi þeirra. 

Þessi keppni fór vel fram og endaði vel, - var ákveðinn sigur fyrir jákvæða strauma í Evrópu þrátt fyrir erfið viðfangsefni, deiluefni og samskiptavandamál. 

 


mbl.is Svíþjóð sigraði í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi trufla utanaðkomandi atriði ekki keppnina.

Nú er bara að krossleggja hendur og vona að atriði, sem ekki eiga að hafa áhrif á söngvakeppni, skekki ekki niðurstöðuna í Eurovision í kvöld. 

Til dæmis það að tilfinningalegar ástæður vegna stefnu Pútíns verði ekki til þess að bitna á fínu lagi Rússa. 

Ég er veikur fyrir lögum með einfaldri, einlægri og fallegri túlkun eins og í lagi Kýpur, grípandi sönglagi sem hentar vel fyrir öfluga og áhrifamikla söngvara eins og ítalska lagið býður upp á, eða skemmtilegu og vel útfærðu lagi eins og ástralska lagið er. 

Þetta er skrifað´áður en tölurnar birtast og sannleikurinn kemur í ljós. 


mbl.is Atkvæðagreiðslan í Eurovision hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Birni. Sveigjanleikinn nauðsynlegur.

Engir tveir einstaklingar hafa sömu hæfileika, sama þroskahraða og sömu þarfir. Á pappírnum kann það að virðast ódýrast, einfaldast og best að útskrifa alla á sem stystum niðurnjörvuðum tíma og líta eingöngu á frammistöðuna í gögnum um nám og próf.

En þetta er afar þröngt sjónarmið og raunar frekar í sovéskum anda en þeim anda sem búast hefði mátt við hjá ráðherra Sjálfstæðisflokksins. 

Ég er viss um að þátttaka í atvinnulífinu og lífinu til sjávar og sveita utan skólans, sem jók víðsýni og reynslu ungs fólks, skilaði miklu til þeirra sem áttu þessa kost fyrr á árum og gerðu þá hæfari til þess að gera þjóðfélaginu gagn.

Því er rétt að taka undir gagnrýni Björns Bjarnasonar fyrrum menntamálaráðherra á einstrengingslega niðurnjörvun skólakerfisins.  


mbl.is Gagnrýnir vinnubrögð eftirmannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að stórum hluta mont án innistæðu.

Íslendingar hafa allt frá aldamótum að minnstakosti verið með mest mengandi einkabílaflota í Evrópu utan gömlu kommúnistaríkjanna. 

Við höfum barið okkur á brjóst og sagt réttilega að varðandi hitaveitur til húshitunar höfum við verið í forystu í heiminum allt frá því er Winston Churchill sá hitaveituna á Reykjum í Íslandsheimsókn sinni 1941. 

Víst er það satt og rétt og ástæða til að dást að þeirri hugkvæmni og áræðni þeirra sem að þessu hafa staðið og dást að afrekum vísindamanna okkar á þessu sviði.

En stærstu áföngunum á þessu sviði var ekki náð vegna þess að hugsjónir um loftmengun væru aðalatriðið heldur var þetta einfaldlega vegna þess hve olían og þar áður kolin voru dýr og kostuðu mikinn og dýrmætan gjaldeyri.

En nú er að heyra á umhverfisráðherrum að það eigi að fara taka síg á og er það vel.       


mbl.is Minni losun dregur ekki úr ábyrgð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum minningar, - við erum "selfies".

"Ég hugsa, - þess vegna er ég."  Við erum hugsanir okkar. Ef við værum einungis kjöt og bein værum við ekki neitt nema dauðir hlutir í upplifun og minningum lifandi hugsandi vera, sem eru ekki við sjálf.

Við erum "selfies", sjálfsmyndir, sem leggja grunn að nauðsynlegri sjálfsvirðingu hvers og eins. Það er hluti af mannréttindum, sem eiga að vera stjórnarskrárvarin, að geta lifað með reisn.

Grunnur vitsmunalífs okkar eru minningarnar, fortíðin sem við mundum og lærðum af til þess að geta lifað í núinu sem við upplifum frá augnabliki til augnabliks. Minningar barnsins um það, þegar það gekk fyrstu skrefin til þess eins að falla aftur til jarðar, gera því kleyft að reyna þetta aftur og aftur og aftur og aftur þangað til það nær þeim mikilvæga áfanga í lífinu að geta gengið upprétt.  

Vegna gildis minninganna voru ristar rúnir, teiknaðar myndir og skrifað á bókfell. Til þess að geta geymt minningar, reynslu, fróðleik og nauðsynlegan lærdóm til framtíðar. Til þess að geta lifað.

Menning er minningar. 

Við getum engan veginn gengið áfallalaust á vit framtíðarinnar nema eiga minningar og reynslu.

Þess vegna þurfum við "selfies", skírnarmyndir, fermingarmyndir, fjölskyldumyndir, brúðkaupsmyndir, myndir, sem tengja líf okkar og okkar nánustu og fyrri upplifanir okkar, við upplifanirnar í núinu hverju sinni, sem verða jafnóðum að nýjum minningum til framtíðar og tengja þannig saman þátíð, nútíð og framtíð.  


mbl.is Af hverju þurfum við endalausar „selfies“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband