Ólíku saman að jafna.

Álverin, sem þrýst var á að reisa í Helguvík og á Bakka árum saman urðu að lágmarki að framleiða 340-360 þúsund tonn á ári til þess að þau væru hagkvæm að mati eigenda þeirra.

Það þýddi að þessi tvö álver þyrftu samtals um 1400 megavött af rafafli, en til samanburðar hljóðar orkusölusamningurinn við PCC upp á 53 megavött.

Þarna er því svo sannarlega ólíku saman að jafna. 

 

Hins vegar er það svo að kísilverið á Bakka hlaut fyrir tilstuðlan Steingríms J. Sigfússonar meiri hlutfallslagar ívilnanir en nokkurt álver fékk hjá ríkisstjórnum Sjalla og Framsóknar, enda treystu ekki allir þingmenn Samfylkingar og Vg sér til þess að greiða atkvæði með þeim rétt fyrir þinglok 2013.  


mbl.is Steingrímur: „Ekki boðlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíminn vann og vinnur mest með okkur í þessum málum.

Hrunið og eftirmál þess voru svo stórhrikalegar efnahagslegar hamfarir, að eftirskjálftarnir hafa staðið samfleytt til þessa dags og mun standa áfram. 

Öll þau ár, sem þetta ferli mun taka, er tíminn mikilvægasti þátturinn í að leiða mál til lykta. 

Allt hefur haft sinn tíma og þurft sinn aðdraganda og í því ljósi á að skoða allt það sem gert hefur verið. 

Neyðarlögin lögðu grunninn að öllum, sem síðan hefur verið gert, og þótt tæpt stæði þá, svo að jafnvel munaði nokkrum klukkustundum að allt gengi upp, tókst afar vel til með setningu þeirra og eftirfylgni. 

Fyrstu misserin eftir Hrunið var staða Íslands gagnvart öðrum þjóðum hræðileg og það eina, sem gat bjargað okkur, var að láta tímann vinna með okkur, því að í fyrstu voru okkur settir afarkostir og leitun var að þeim, sem vildu taka málstað okkar erlendis. 

Engin leið var að komast hjá því að þæfa samningaleiðina og reyna jafnframt að kynna málstað okkar erlendis, þótt það þýddi það, að við yrðum að þreyja þorrann á meðan það blés ekki byrlega.

Aukalega vannst tími þegar forseti Íslands notaði málskotsréttinn, til að vinna okkur tíma og nýtti aðstöðu sína til að tala máli okkar erlendis, sem æ fleiri erlendir áhrifamenn tóku undir.

12. mars 2012 var síðan sett löggjöf sem var forsenda þeirrar lagasetningar sem nú er í meðförum Alþingis. En ljóst var þá að við yrðum að láta tímann vinna með okkur hægt og bítandi til þess að skapa okkur sterkari stöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum, svo að þeim yrði smám saman ljóst, að þeir yrðu að slá af kröfum sínum. 

Dómur EFTA-dómsstólsins 2013 var einnig mikilvægur áfangi á leið okkar. 

Það kann að taka tíma að ganga frá þessum málum endanlega, til dæmis ef þau fara fyrir dómstóla, en aðalatriðið er að fara ekki á taugum heldur nýta það aðalatriði, að láta tíman halda áfram að vinna með okkur. 

 


mbl.is Töluðu um „svipur og gulrætur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnir á gömul gamanmál í Sumargleðinni.

Í Sumargleðinni vall mörg vitleysan upp úr mönnum þegar þeir brugðu sér í hin ýmsu hlutverk. Í einum spjallþættinum var tekið viðtal við þorpsbúa einn, sem hljóðaði svona.

F=Fréttamaður.

P=Pósturinn.

 

F: Hvaða starfa hefur þú hér í þorpinu?

P: Ég er póstur.

F: Er það mikið starf?

P: Já, þetta er mikið starf, vandasamt ábyrgðarstarf.

F: Er það?

P: Já,já,já,já. - Það kom eitt bréf í mars og annað í apríl.

F: Jahá. Það er bara svona. 

P: Já. Heyrðu annars. Hvaða mánuður er núna? 

F: Það er júlí. 

P: Nuú? Maður verður þá að fara að bera þetta út. 

 

En atvikið í Gufuneskirkjugarð slær þetta út. Það lá greinilega ekkert á að bera þau bréf út, enda líklega of seint miðað við heimilisfangið, sem þau voru borin út í. 


mbl.is Póstur fannst í Gufuneskirkjugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband