"Virkjana-uglan" býður jöfn skipti: 55 megavött á móti 265 !

Einhvern tíma í æsku las ég dæmisöguna um það þegar tvö dýr rifust um ostbita, og ugla sagðist í sáttaskyni ætla að skipta ostbitanum á sanngjarnan hátt á milli þeirra. 

Uglan byrjaði á að skipta þannig að bitinn skiptist í misstóra parta, og var það dýr, sem átti að fá minnni partinn, óánægt með það, svo að uglan skipti að nýju með því að skera utan af stærri partinum og stinga afgangingum upp í sig.

Þá færðist óánægjan yfir á hitt dýrið, því að nú var partur þess orðinn rýrari en hins og bitinn einnig í heild orðinn smærri.

Uglan skar því utan af þeim bita og stakk afganginu upp í sig, en þá urðu hlutföllin ójöfn á hinn veginn.

Þannig hélt þetta áfram sitt á hvað þangað til aðeins var eftir lítill hluti af upprunalega bitanum.

Dýrin sem deildu um stóra upphaflega ostbitannn vildu þá þessar leifar til sín, en þá kvaðst uglan eiga eftir að skammta sér verkalaun og át þennan litla bita, svo að ekkert var eftir.

Ég gat þess fyrr í vetur hér á blogginu að hugsanlega væri hin mikla útþensla á kröfum Jóns Gunnarssonar og kó um fimm nýjar virkjanir og fjölgun í virkjanaflokki kænskubragð sem gerði kleyft síðar meir að sýna "örlæti og sanngirni og göfuglyndi" með því að bjóða málamiðlun um þau 320 megavött sem væru í pottinm stóra, sem fimm nýjar virkjanir væru í.Skrokkalda. Hágöngur.

Nú hefur komið í ljós að þessi spá var á rökum reist, því að nú býður Jón það fram sem "sátt" að sleppa Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun en fá hinar þrjár til virkjunar.

Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun myndu gefa 20 plús 35 megavött eða samtals 55 megavött.

En hinar virkjanirnar þrjár myndu gefa samtals 265 megavött. 265 á móti 55. 

Hvílík "málamiðlun"! 

Málið snýst hins vegar fyrst og fremst um það að taka ekki fram fyrir hendurnar á verkefnisstjórn rammaáætlunar og eyðileggja þannig það verklag. 

Skiptingarhugsun uglunnar hefur lifað góðu lífi alla tíð. Nú er búið að virkja um 30 stórar virkjanir á Íslandi, en talað um það sem málamiðlun að skipta restinni. 

Ef um einhverja málamiðlun ætti að vera ræða ætti núna að gefa náttúruverndarfólki kost á að velja sér 30 virkjanahugmyndir til verndunar. Þá myndu leikar standa 30-30 og hægt að setjast niður og skoða möguleika til skiptingar á því sem þá væri eftir. 

En að sjálfsögðu mun hin íslenska virkjanaugla ekki taka neitt slíkt í mál. 

 

 


mbl.is „Kalla þetta minnihlutaofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hluta fréttarinnar vantar: Hvert flutti unga fólkið?

Á Írlandi eru mörg borgarsamfélög og þess vegna mætti ætla að flutningar ungs fólks úr dreifbýli í þéttbýli gæti verið innanlands þar eins og er víðast annars staðar. 

En unga fólkið flytur til annarra landa. Ástæðan gæti verið sú að lönd á jöðrum meginlanda eins og Írland lúti lögmálum jaðarbyggða.

Sjá má þá fréttaskýringu að unga fólkið sé að flýja frá ESB. Sé svo, er ekki um mörg lönd að ræða í Evrópu sem unga írska fólkið flýr til og sæmileg lífskjör eru í; - Ísland, Noregur, Sviss.

Ef það flýr til Vesturheims væri fróðlegt að sjá tölur um það.

Þegar fréttir af flutningum eða tilfærslum er að ræða eru tvær spurningar meðal þeirra, sem spyrja þarf og fá svar við: Hvaðan? Hvert?  

Við vitum hvaðan er "flúið", en ekki hvert. 


mbl.is Unga fólkið flýr frá Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að skoða "norræna módelið" betur?

Umfjöllun Spegilsins á RUV um daginn um "norræna módelið" í kjarasamningum var afar athyglisverð, en í nágrannalöndum okkar er þeim málum skipað á þann veg, að ringuleiðin, sem hér ríkir, er löngu liðin tíð, já fyrir áratugum.

Fyrst er samið í samfloti á almenna markaðnum og á eftir á opinbera markaðnum. 

Það væri þarft verkefni og raunar mjög brýnt að skoða þetta mál betur, til dæmis hlutfall á milli launanna á almenna markaðnum og þeim opinbera á Norðurlöndum, sem er afrakstur hins norræna fyrirkomulags, og bera það saman við hlutföllin hér.

Því að þessi lönd eru samkeppnislönd um vinnuaflið og því er nauðsynlegt að vita meira um þau kjör sem þar bjóðast í mismunandi starfssviðum svo að hægt sé að meta stöðuna hér. 

 


mbl.is Kjarabaráttan á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband