Í samræmi við að minnka áreitið.

Þeim, sem fara í meðferð, er ráðlagt eindregið að halda sig frá aðstæðum, þar sem er mikið áreiti. 

Starf fréttamanna í fréttum og fréttaskýringaþáttum er streitustarf með miklu álagi og áreiti. Undir þessari pressu vex löngun reykingamanna í sígó og átvagla í mat.

Ég var 67 kíló þegar ég hóf störf sem fréttamaður í Sjónvarpinu og þyngdist strax um 13 kíló.

Einn núverandi Alþingismaður var fréttamaður á árum áður. Hann ritar á ritvél með einstæðri fingrasetningu, átta fingrum í stað tíu. 

Ástæða? 

Hann varð að hafa tvo fingur tiltæka til að halda á sígarettunni þegar streitan var mest. 

Hann hætti að reykja þegar pakkarnir voru orðnir tveir til þrír á vinnudegi en fingrasetningin er óbreytt. 

Hann aldrei heima heldur bara í vinnunni og hélt að þannig gæti hann takmarkað reykingarnar.

En svo sá hann að hann reykti bara þeim mum meira í vinnunni.

Þegar hann ákvað að hætta að reykja í beinni útsendingu í Kastljósi sögðu börnin hans heima: "Af hverju reykir pabbi?"

Eftir meðferð forðast alkar og dópistar bari og umhverfi þar sem neysla er í gangi.

Varla er hægt að gera fyrrum reykingamanni meiri grikk en að bjóða honum í bíó með einhverri af gömlu myndunum þar sem allir eru meira og minna reykjandi.  


mbl.is Sigmar kveður Kastljósið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínversk framsókn og bjöllur hringja.

Kína er annað af tveimur mestu efnahagsveldum heims og hefur komist upp í það að vera mesta bílaframleiðslulandið. En afurðir kínversks iðnaðar sjást víðar en margan grunar. 

Ég á reiðhjól með rafhjálparmótor, sem er skráð ítalskt eða bandaríkst en er þó í höfuðatriðum kínverskt. Kína, Tævan og Suður-Kórea drottna í framleiðslu vélhjóla og reiðhjóla. 

Kona mín ekur á bíl með japönsku merki en er þó framleiddir í Indlandi. 

Kínverjar hafa ekki bara áhuga á Íslandi. Þeir eru að mörgu leyti á svipuðu róli og Þýskaland og Japan voru á fyrri hluta síðustu aldar þegar þessi rísandi veldi voru að reyna að komast i hóp þeirra stóru með því að keppa við þau á þeim keppnisvelli stórvelda, sem þá fólst í nýlendunum. 

Þegar það gekk ekki nógu vel varð afleiðingin tvær heimsstyrjaldir. 

Nýlendutímanum lauk um 1960 en þá tóku stórveldin bara upp breyttar aðferðir sem færði þeim jafn mikinn eða jafnvel meiri ágóða og ítök í öðrum löndum. 

Það fólst í því að stórfyrirtækin tróðu sér inn í efnahagslíf landa heims til þess að mergsjúga úr þeim hagnað án þess að vera með bein yfirráð í formi nýlendueignar. 

Við Íslendingar verðum upp með okkur og montnir þegar sagt er að annað af tveimur mestu efnahagsveldum heims hafi áhuga á okkur. 

En Kínverjar hafa í framsókn sinni, (viðeigandi orðalag þessa síðustu daga), sem um leið er ein mesta ógnin við loftslagsvandann, áhuga á öllum þjóðum og löndum. Fríverslunarsamningur gerir þetta auðveldara hér en víðast annars staðar og grundvöllurinn er hinn sami og í öllum viðskiptum, að báðir hagnist.  

Þetta er ekkert nýtt eða óvenjulegt um stórveldi sem vill olnboga sig áfram í samfélagi þjóðanna og öðlast völd og ítök sem víðast. Sams konar uppgangur Bandaríkjanna fyrir hálfri öld var stærsta undirrót loftslagsbreytinganna sem þá jukust með stórvaxandi hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu.

Sagt er að 240 manns eigi að vinna í nýju kínversku álveri í Skagabyggð. Það þýðir að hver starfsmaður þar eigi eftir að framleiða næstum helmingi færri áltonn á ári en í álveri Alcoa á Reyðarfirði.

Það er augljóst túrbínutrix að komast fyrst inn með lítið álver og stilla okkur síðar upp við vegg, þegar krafist verður þrefaldrar stækkunar, rétt eins og verður gert í Helguvík. 

Auðvitað mun það sama verða uppi á teningnum á Hafursstöðum og í Reyðarfirði, að til þess að eigendurnir verði ánægðir með arðinn, sem þeir munu þó væntanlega flytja skattfrjálsan úr landi, verður að þrefalda stærð álversins á Hafursstöðum alveg eins og gert var á Reyðarfirði og yfirlýst er að Norðurál verði að gera í Helguvík.

Til þess að friða þá, sem bjöllur hringja hjá, lýsir einstaklingurinn, sem er skráður sem fullboðlegt stórfyrirtæki þótt enginn annar sé í stjórn þess, enginn sími, enginn ársreikningur, yfir því að það muni verða áhugi hjá íslensku lífeyrissjóðunum að henda tugum milljarða króna í þetta rafmagnslausa álver.

Sem á endanum á að að byggist á því að virkja alls 700 megavatta afl sérstaklega með ómældum fórnum á einstæðum náttúruverðmætum landsins. 

Haldið þið að það sé nú munur að við Íslendingar eignumst margra tuga milljarða hlut í kínversku álveri!

Aldrei er minnst á höfnina, sem núna er tólf kílómetra frá Hafursstöðum. Enda óþarfi. Það verður það sama með hana og höfnina á Bakka og annað fjárhagslegt umhverfi gæludýrs íslenskrar og kínverskrar framsóknar , að gefnar verða mestu ívilnanir sem þekkst hafa, - meiri en nokkurn tíma voru veittar af ríkisstjórnum Sjalla og Framsóknar.

Höfnin á Skagaströnd er hins vegar svo margfalt lengra frá álverinu á Hafursstöðum en nokkur önnur álvershöfn, að það hlýtur að verða gerð ný höfn við Hafursstaði.

En það er óþarfi að minnast á hana, hún verður hvort eð er gerð á okkar kostnað og við lífeyrisþegarnir borgum, fólkið sem hrundi niður í föstum ráðstöfunartekjum um 40% við það að fara á eftirlaun.

Þetta er ekki djók. Forsætisráðherra Íslands styður þetta heilshugar sem og eigendur félaganna, sem hafa krækt sér í virkjunarréttinn og eiga jarðirnar, sem árnar í Skagafirði renna um.  

 


mbl.is Áhuginn á Íslandi eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband