Meðvitað skilningsleysi á gildi hálendisins.

Brotavilji orkugeirans gegn einstæðri náttúru Íslands er einbeittur: Það á að keyra risalínur yfir hálendið og reisa þar virkjanir með tilheyrandi mannvirkjum, en gildi hálendisins er einmitt það, að þar eru ekki óafturkræf mannvirki út um allt eins og á línuleiðunum í byggð.

Hingað til hefur Landsnet þvertekið fyrir að línur verði lagðar í jörð, en nú bregður svo við að talað er um 50 kílómetra kafla í jörð á leiðinni frá Vatnsfelli niður í Bárðardal.

Einnig rætt um það að hægt sé að leggja þessar risalínur þannig að þær sjáist ekki!

Þessir 50 kílómetrar eru reyndar innan við þriðjungur af leið fyrirhugaðri línuleið.

Í skoðanakönnun hefur komið í ljós að erlendir ferðamenn telja háspennulínur trufla upplifun sína af náttúrinni meira en nokkur önnur mannvirki.

Á því virðast forráðamenn Landsnets ekki hafa neinn skilning og ástunda áunna fáfræði af kappi.  

  


mbl.is Hálendisleið besti kosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Skortur á heimavinnu og samráði"?

Það er að verða nokkuð reglubundið að upp komi mál hjá utanríkisráðherra, sem eru þess eðlis, að á honum standi spjót bæði fylgjenda ríkisstjórnarinnar og andstæðinga hennar. 

Hann hóf feril sinn með látum að þessu leyti og er enn að. 

Í morgun orðaði viðmælandi úr hópi fiskseljenda þetta þannig að um væri að ræða gagnrýnisverðan "skort á heimavinnu og samráði" hjá ráðherranum. 

Athyglisvert er að einmitt á þeim tíma sem fyrirsjáanleg óveðursský hrönnuðust upp innflutningsbannsmálinu fór ríkisstjórnin í eitthvert lengsta fundarhlé síðari ára, alls 35 daga. 

Í stjórnarskrá stendur að halda skuli ríkisstjórnarfundi um mikilsverð málefni og í dómi Landsdóms yfir Geir Haarde var vanræksla á því efni talið það eina, sem hann hefði brotið af sér. 

Ef tap á 37 milljarða markaði er ekki mikilsvert mál, hvað er það þá? 

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er dregið úr möguleikunum á einleik og samráðsleysi einstakra ráðherra með því að setja ákvæði um samábyrgð annarra ráðherra, nema þeir segi sig opinberlega frá ábyrgð með bókun um andstöðu sína. 

Ein af mörgum umbótum sem í þessu frumvarpi er að finna. 


mbl.is Sakar ráðherra um heimsku og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita þeir um ummæli George Best ?

Átsýki, áfengissýki og ótæpilegt kvennafar virðast elstu tvíburar heims telja að beri að forðast til að lifa vel og lengi.

Og segja að þeir uppskeri ríkulega með langlífi sínu.

Skyldu þeir vita um ummæli enska knattspyrnusnillingsins Georg Best um þetta efni hér um árið?

Best lést langt um aldur fram eftir óreglusamt og sukksamt líf.

Hann var undir lokið spurður að því hvernig hann hefði farið að því að sóa himinháum tekjum sínum á þann hátt að hann væri slyppur og snauður.

Tilsvarið varð fleygt:

"Ég eyddi peningunum í vín og kvenfólk og restin fór í einhverja bölvaða vitleysu." 


mbl.is Elstu tvíburar heims forðast eltingarleiki við kvenfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband