Fólk sem ekki mátti nefna.

Hvað skyldi vera mörg ár síðan enginn vissi að svonefnt transfólk væri til? Að minnsta kosti var aldrei minnst á þetta orð svo að ég muni.  

Að minnsta kosti vissi ég ekki um þetta fólk fyrr en það kom til álita í upptalningu hópa í mannréttindakafla nýrrar stjórnarskrár. 

Þá kom í ljós við samtöl við það að þetta var fjölmennari hópur en mann óraði fyrir og að kjör þess og staða væri oft átakanleg. 

Ein kona tengd frænda mínum, sem lést fyrir allmörgum árum kvaðst óttast það mest að í aðdraganda dauða hennar yrði hún fangi í eigin líkama eins og hún orðaði það. 

Því miður þurfti hún að þola það síðustu árin. 

Það transfólk, sem ég talaði nefndi stundum þetta. Það er hörð kjör fyrir fólk, sem er hæfileikafólk og góðar manneskjur.  

 


mbl.is Fyrsta transmanneskjan í Hvíta húsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svolítil Lúkasarlykt af málinu?

Stóra utanvegarakstursmálið virðist nú vera að gufa upp. En sýnir, að þegar flugusagnir fljúga geta fjaðrir orðið að hænum og hundur, sem kemur fram sprelllifandi, hafa verið drepinn á viðbjóðslega hryllilegan hátt. 

Á kvikmynd, sem flaug um netheima fyrir nokkrum árum, sýndist allmörgum að útlendingarnir sem tóku þær, hefðu framið stórfelld umhverfisspjöll. 

Erfitt var þó, þegar myndirnar voru skoðaðar betur, að sjá á óyggjandi hátt hvort það hefði verið gert, en umræðurnar urðu miklar engu að síður.

 

Hitt er svo annað mál, að stórkarlalegar auglýsingar á ævintýralegum möguleikum til að láta jeppatröll njóta sín á nær óþrjótandi vegu á víðernum Íslands og auglýsingar á þeim sem einstöku gósenlandi til að fara hamförum á torfærutröllum geta gefið ókunnugum rangar hugmyndir um eðli viðkvæmrar náttúru landsins og þörfina á að verja hana gegn spellvirkjum.  

 


mbl.is Hermennirnir brutu ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuskipti - koma svo !

Séu Íslendingar á leið í hóp ríkustu þjóða heims um þessar mundir, eiga þeir ekki síður möguleika á að vera í hópi heppnust og ríkustu þjóða heims síðar á þessari öld. 

Ekki er víst að hópur ríkustu þjóðanna verði hinn sami þá og nú eftir þær sviptingar sem óhjákvæmileg minnkun og þurrð á olíubirgðum heimsins eiga eftir að hafa í för með sér. 

Því að við búum við þær einstæðu aðstæður að geta knúið allan samagönguflotann á sjó og landi með okkar eigin endurnýjanlegu og hreinu orkugjöfum og þess vegna er það meira virði fyrir okkur en aðra að sjá svo um með framsýni og dugnaði að orkuskiptin gangi sem best og hraðast fyrir sig hér á landi og færi okkur jafnvel tækifæri til tekna við að flytja út þekkingu og tækni á þessu sviði. 

Síðasti sólarhringur hefur verið gefandi fyrir mig í verkefni sem ég hef kosið að kalla "Orkuskipti - koma svo!"DSCN0076

Ferðin frá Akureyri áleiðis suður á rafhjólinu Sörla sem Gísli Sigurgeirsson rafeindavirki á og hefur útbúið var að vísu erfið og tvísýn í gærmorgun í mótvindi upp Bakkaselsbrekkuna og yfir Öxnadalsheiði, hæsta fjallveginn á leiðinni, og á tímabili leit út fyrir jafnvel meiri sneypuför en þegar ég reyndi það sama á hjólinu Náttfara fyrir rúmum mánuði og varð að játa tímabundinn ósigur, sem samt varð lykillinn að lausn verkefnisins, að fara í lengstu ferð sem farin hefur verið á rafknúnu hjóli hér á landi fyrir eigin afli eingöngu án þess að skipta út rafgeymum. 

Flóra hjóla- og bílaflotans er stór, allt frá Sörla til Tesla S Gísla Gíslasonar, sem setti hraðamet rafbíla um daginn á hringum. og viðfangsefnin bæði fjörlbreytt, krefjandi, nauðsýnleg og heillandi.

Nýtt skeið að renna upp með nýjum aðstæðum, eins og voru í Staðarskála nú rétt áðan þar sem ég fékk smá straum á Sörla með kjötsúpunni eins og sést á mynd, sem maður gaukaði að mér.

Tveir að taka inn orku á sama stað.  

 


mbl.is Ísland á leið í hóp þeirra ríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband