Að rýja kindina í stað þess að flá hana.

Góður bóndi lætur sér nægja að rýja kindur sínar í stað þess að flá þær, að tryggja vellíðan þeirra í stað þess að ganga of hart að þeim. 

Þetta gildir líka á markaðnum. Góð viðskipti byggjast á því að báðir aðilar séu ánægðir og telji sig hafa hagnast enn ekki bara annar aðilinn. 

Þetta skynja forráðamenn IKEA og einnig það, að of miklar verðhækkanir koma öllum í koll, ekki bara neytendum og viðskiptavinum, því að með hækkun vöruverðs hækkar vísitalan, skapar óánægju hjá launþegum og kallar á auknar kröfur um kauphækkanir. 

Nú er rétti tíminn til að standast freistingar um miklar verðhækkanir, sem gefa stundarhagnað en valda tjóni þegar til lengri tíma er litið.  


mbl.is Markaðurinn tók undir með IKEA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirráð yfir samgöngum eru grundvallaratriði fyrir eyríki.

Þegar Gamli sáttmáli var gerður 1262 og Íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu var ein orsök þess, samkvæmt sáttmálanum sjálfum, að við höfðum misst yfirráðin yfir skipasamgöngum til landsins og urðum að leita á náðir Noregskonungs. 

Þess vegna var Eimskipafélag Íslands kallað óskabarn þjóðarinnar þegar það var stofnað á lokaárum baráttunnar fyrir fullveldinu. 

Þegar flugið hélt innreið sína gilti það sama um það og siglingarnar og frumherjar í fluginu tryggði okkur yfirráð yfir flugsamgöngum til og frá landinu.

Mörgum yfirsést næsta skref í millilandafluginu þegar einokun eins flugfélags var rofin árið 2003 og samkeppni innleidd sem olli byltingu á því sviði.

Íslensk yfirráð yfir millilandasamgöngum og íslenskur mannauður sem þjónar þeim er frumskilyrð fyrir þjóð sem býr á eyju langt úti í hafi.  


mbl.is Vilja kaupskipin aftur til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sama hvar útsýnið er.

Víðbótarverð á íbúðum í turnunum við Sæbraut vegna útsýnis nemur líklega meira en milljarði króna samtals. 

Og vitinn á Dyrhólaey er með sjöfalt verðmætara útsýni. 

Hins vegar var það úrskurðað að útsýnið og náttúruverðmætin sem drekkt væri með Hálslóni, væru ekki krónu virði. 

Og þó var hægt að vitna í fjölda hliðstæðrar mála erlendis, þar sem notað var svonefnt skilyrt verðmætamat. 

Eftir Kárahnjúkavirkjun virðist svo sem hún verði fordæmi fyrir aðrar virkjanir og mannvirki sem rísa á hálendi Íslands. 


mbl.is Sjöfalt verð miðað við miðbæinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband