Öfugsnúið mat?

Daglegar fréttir fjalla nú um "tap", "fjártjón" og "þúsundir milljarða sem hverfa" í hruninu í kauphöllum. 

Kannski er þetta öfugsnúið mat, vegna þess að verið er að tala um hrun fjárhæða, sem voru langt frá því að vera raunverulegar, heldur blásnar upp langt umfram raunvirði.

Kannski væri nær að tala um "leiðréttingu" í átt til sannvirðis, líkt og raunin varð í íslenska hruninu 2008 þegar íslenska krónan var loksins skráð á raunvirði í stað uppsprengds gengis hennar í sápukúlu græðgisbólunnar.  

 


mbl.is Markaðir vestanhafs enduðu í rauðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppileg alhæfing í fyrirsögn. Búið að lagfæra. Takk.

P.S. 

Þetta er svolítið óvenjulegt, eftirskrift í byrjun. En ábending mín vegna ónákvæmni í fyrirsögn hefur verið tekin til greina og þakka ég það, enda gert í vinsemd og vinur er sá er til vamms segir. En svona var pistillinn, hugsaður sem almenns eðlis: 

 

Fyrirsagnir eiga helst ekki að vera með alhæfingar, sem síðan standast ekki þegar fréttin er lesin, af því að flestir sjá aðeins fyrirsagnirnar án þess að lesa það sem á eftir kemur. 

Dæmt hefur verið í slíku máli þegar fyrirsögn var í blaði: "Bubbi fallinn" og í ofanálag var fyrirsögnin birt ein og sér í öðru blaði sem auglýsing fyrir blaðinu, sem birti fréttina í heild. 

Þetta gerðist það snemma, eftir að Bubbi hafði farið í meðferð sem hefur skilað honum vímulausum síðan, að hinn almenni misskilingur um fall Bubba gat haft slæmar afleiðingar fyrir hann og valdið honum fjárhagslegu tjóni.

Hið sanna var að tekin var "paparazzi"-mynd af Bubba með sígarettu og fréttin fjallaði síðan um það að hann hefði fallið í reykingabindindi, sem var auðvitað allt annað mál en almennt bindindi.

Bubbi vann að sjálfsögðu skaðabótamál, sem hann höfðaði út af þessu. Blaðinu var hafa verið talið skylt að hafa fyrirsögnina þannig, að hún ein og sér skapaði ekki misskilning. 

Í fyrirsögninni "Bílasölur segja ósatt um aldur" einni og sér felst sú alhæfing að þetta geri bílasölur almennt og alltaf. 

Vafalaust er fyrirsögnin höfð svona í gáleysi, en það breytir því ekki að hægt var að hafa hana þannig, að ekki fælist í henni ástæða til misskilnings, svo sem með því að hafa fyrirsögnina svona: "Dæmi um rangan aldur bíla hjá bílasölum." 

Það er ekki fyrr en farið er að lesa texta fréttarinnar sem hið sanna kemur fram, að "dæmi eru um að ökutæki, sem seld eru á Íslandi séu tveimur árum eldri en bílasölur auglýsa."

Raunar er ekki á hreinu hvort með orðunum "bílasölur" sé ekki líka átt við bílaumboð, sem selja nýja bíla og það kemur heldur ekkert fram í fréttinni hve algengt er að sagt sé "ósatt um aldur."   

Fréttin er því ónákvæm á ýmsa lund. 


mbl.is Dæmi um að bílasölur segi ósatt um aldur bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bragi Árnason veðjaði á sólarorkuna.

Bragi Árnason prófessor varð þekktur erlendis ef ég man rétt þegar hann var í fararbroddi þeirra manna sem sáu möguleika í notkun vetnis sem orkubera.

Hann greindi mér frá því að hann hefði með lauslegum rannsóknum á Hengilssvæðinu komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að orkan myndi þverra þar eftir ákveðið tímabil, hugsanlega 50 ár, og á eftir þyrfti að bíða í tvöfalt lengri tíma, hugsanlega 100 ár, eftir því að svæðið jafnaði sig.

Sem þýðir gróflega að virkjanirnar á svæðinu eru þrefalt stærri en það þolir til þess að hægt sé guma í síbylju um "hreina og endurnýjanlega orku".

Í útvarpsviðtali við Ara Trausta Guðmundsson jarðeðlisfræðing spáði Bragi því að sólarorkan myndi á endanum sigra í kapphlaupinu um þann orkugjafa, sem yrði arftaki jarðefnaeldsneytisins.

Sú spá er smám saman að verða líklegri vegna framfara í nýtingu sólarorkunnar, sólarsellum og fleiru.

Jarðefnaeldsneytisbirgðir jarðar voru upphaflega skapaðar af sólarorkunni, sem skóp skóga og gróður sem lentu undir yfirborði jarðar.

Og á sama hátt og þjóðir nálægt miðju jarðar, til dæmis í Arabalöndunum hafa grætt mest á olíunni, munu þær þjóðir líka verða með mestu sólarorkuna á nýrri öld þess orkugjafa.    


mbl.is Forsetinn fylkir sér á bak við sólarorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndnar mótsagnir.

Fyndnar mótsagnir blasa við hvert sem litið er á okkar kæra landi. Sama manneskjan, sem er svo löt, að hún nennir ekki að ganga 20-30 metra, heldur leggur bílnum sínum í stæði hreyfihamlaðra, fer inn í ræktina til þess að hlaupa lengi lengi eins og óð væri á hlaupabretttinu. 

Sama manneskjan og nennir ekki að ganga frá lóðunum eftir æfinguna með því að færa þau um nokkra metra, er búin að lyfta þeim löðursveitt og másandi og blásandi í brjálæðislegri törn lengi á undan. 

Kunnugir segja þetta hvergi tíðkast nema á Íslandi. 

Sama manneskjan og búin er að ganga rösklega með hundinn sinnum kílómetrum saman, nennir ekki að ganga 200 metra út í búð, heldur ekur þetta steinsnar á 3ja tonna jeppanum sínum.   


mbl.is „Ef menn verða með stæla þurfa þeir bara að æfa annarstaðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband