Hið hefðbundna flokkakerfi skildi eftir tómarúm.

Frá 2007 hefur hið hefðbundna íslenska flokkakerfi beðið afhroð í hugum stórs hluta íslenskra kjósenda og traust á Alþingi, stjórnmálamönnum og stjórnmálum hrunið. 

Það hófst með REI-klúðrinu í borgarstjórn Reykjavíkur sem leiddi af sér samfelldan og einstæðan darraðardans í borgarstjórninni til ársins 2009, auk þess sem Hrunið dundi yfir á sama tímabili.

Allt þetta var einfaldlega of mikið til þess að viðhalda tryggð við flokkakerfið og stórt tómarúm myndaðist.

Inn í það tómarúm sótti Besti flokkurinn 2010 með álíka fylgi og Píratar hafa nú. Fimm árum síðar hefur Besti flokkurinn orðið í augum margra hluti af kerfinu í borgar- og bæjarstjórnum og óánægjufylgið hefur streymt yfir til Pírata, sem ekkert benti til í upphafi kosningabaráttunnar 2013 að fengju nema örfá prósent.   


mbl.is Píratar með 35% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar hafa sérstöðu.

Það fer mjög eftir orkukerfi landanna hve mikið gagn rafknúin farartæki gera. Í flestum löndum ganga bílarnir fyrir rafmagni sem framleitt er á mengandi hátt í orkuverum kúnum jarðefnaeldsneyti eða þá kjarnorku, sem er ekki heildarlausn vegna vandaræða með úrgang og takmarkana á magni úrans.

Ávinningurinn af notkun rafbíla er því oft á tíðum ekki mikill. 

Við Íslendingar höfum hins vegar algera sérstöðu varðandi að að orkuver okkar eru ekki knúin af jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku, heldur nær eingöngu af vatnsorku og jarðvarmaorku.

Þess vegna eiguum við ekki að hlaupa upp til handa og fóta og draga úr stuðningi við rafknýin farartækii, enda væri slíkt mikil skammsýni á 21. öldinni, þegar jarðefnaeldsneyti mun ganga til þurrðar og orkuskipti óhjákvæmileg.  


mbl.is Rafbílar gætu orðið rokdýrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stæstu gosmekkir gætu komið illilega að óvörum.

Lofthjúpurinn yfir Íslandi er yfirleitt það kaldur hér á þessara norðlægu breiddargráðu, að öflugustu gosmekkir brjotast upp ur skýjaþykkninu ef alskýjað er. 

Grímsvatnagosið 2011 var öflugasta gosið af 24 sem ég hef séð eða verið í návígi við. 

Á rúmum sólarhring kom upp meira gosefni en samanlagt í öllu gosinu í Eyjafjallajökli.

Grímsvatnagosið var "alvöru" stórgos en stóð stutt.

Allar ráðstafanir til þess að forðast ófarir fyrstu klukkustund stórgosa á Íslandi eru þarfar og góðar.

Og það koma fyrir aðstæður þar sem ský ná alveg frá jörðu upp undir 30 þúsund feta hæð og þá eiga flugstjórar í blindflugi efir viðkomanedi eldstöð enga möguleika a að varast hinn gereyðandi kraft alvöru stórgosa.

Og þota á flugi rétt ofan við efsta skýjalagið getur verið berskjöldið gagnvart gosmekki, sem brýst hratt og af miklu afl upp undir hana í gegnum efsta yfirorð skýjahulunnar, rétt neðan við þotuna.

Þegar Hekla gaus árið 2000 var ég svo heppinn að vera um borð í Fokker F50 vél á leið frá Reykjavík til Akureyrar.

Flugstjorinn féllst á að sveigja af leið til þess að sjá hvort eitthvað sæist til gosmakkarins.

skýin voru lagskipt og mér tókst að ná mynd út um framgluggann af mekkinum, og það var fryrsta myndin af gosinu.

Stundum hefur mér liðið svipað og ég væri náskyldur Forrest Gump á ferli mínum og þetta var eitt af þeim skiptum.

Síðast gerðist þetta fyrir hálfum mánuði þegar ég var á leiðinni frá Calais til Dover og áfram þaðan einmitt á þeim tíma sem fyrstu fréttirnar bárust að umferðaröngþveiti á þessari leið svo að sjá mátti að þrefaldur einstefnuveguinn frá Dover til London var lokaður almennri umferð á 70 kílómetra kafla  og röð kyrrstæðra flutningabíla var tvöföld á 40 kilómetra kafla. '


mbl.is Sveigði hjá gosmekkinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband