Er heitið tvíþekja svona vont heiti?

Eftir að heitið tvíþekja hefur verið notað yfir fyrirbæri, sem á ensku kallast biplane, í næstum heila öld, ber svo við að allt í einu er farið að tala um tvívængju. 

Það fellur þó ekki undir áhrif úr ensku eins og lenska er hér, því að ekki er minnst á væng í enska heitinu. 

Því yrði útrýming hins ágæta heitis tvíþekja illskiljanleg. 

Nú þegar er skipulega verið að útrýma heitunum skólasystkin, skólafélagi, skólabróðir, skólasystir, bekkjarsystkin, bekkjarfélagi, bekkjarsystir, bekkjarbróðir og sessunautur, alls níu ágætum orðum, með því að taka upp heitið samnemandi, sem er ekki einasta alveg óþarft orð, heldur getur misskilist, því að kennarar eru þá með samnemendur sína. 

Það kann að vera dýpri skýring á tilurð þessara nýju orða en frjór sköpunarmáttur blaðamanna, og sú skýring er vonandi ekki sú rétta, sem sé, að það vanti í orðaforða þeirra og að þeir bjargi sér með því að búa til eigin heiti. 

En grunurinn varðandi ástæðuna fyrir þessu fer vaxandi. 


mbl.is Fljúga tvívængjum yfir alla Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forkastanlegt sleifarlag og áhætta.

Á sama tíma og fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur rokið upp með hraða eldflaugar, á hraði snigilsins við aðgerðir okkar sjálfra til þess að taka á þeirri óviðunandi áhættu, sem átroðningur og ringulreið skapa á ferðamannaslóðum. 

Þessi áhætta felst í því að stefnt sé í nýtt hrun þegar sleifarlagið, græðgin og kæruleysið fer að hefna sín. 

Því að lögmál viðskiptavildar lætur ekki að sér hæða ef viðskiptavinunum er misboðið. 

En það er gert með því að bjóða upp á umgegni og ástand ferðamannastaða sem er þjóðarskömm og upp á ofurgræðgi í verðlagningu sem hefnir sín líka. 


mbl.is Gjáin illa farin vegna ágangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir hafa verið varðhundar kennitöluflakksins?

Karl Garðarsson Alþingismaður lagði fram frumvarp um að taka í alvöru á því skaðræði sem kennitöluflakkið er, en frumvarpið féll í grýtta jörð hjá viðskiptaráðherra og Sjálfstæðisflokknum. 

Korteri fyrir kosningar segist Bjarni Benediktsson allt í einu vera andvígur kennitöluflakkinu. 

Um það gildir það sama og svo margt annað, sem lofað er þessa dagana, að það voru næg tækifæri til að aðhafast í málinu löngu fyrr, og því augljóst, að ekki er meira að marka loforðin nú en þau sem svikin voru eftir kosningarnar 2013.  


mbl.is Boðar skýrslu um umfang aflandsfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband