Nýjar og stórhættulegar brautir.

Togstreita stórveldanna er að þróast út á nýjar og stórhættulegar brautir vegna nýrrar og breyttrar tækni á mörgum sviðum, einkum tölvutækni og þróunar nýrra og meðfærilegra vopna, sem skapa alveg nýja hernaðaraðstöðu.

Einkum eru ný og smærri kjarnorkuvopn áhyggjuefni og ávísun á slys og mistök, sem geta reynst miklu dýrkeyptari á okkar tímum en áður var.  

Vænisýki og tortryggni vaða uppi og spretta úr jarðvegi óvissu um getu og fyrirætlanir mótherjans. 

Afar litlu munaði 1983 að bilun í tölvukerfi og hugsanleg mistök í ákvarðanatöku í kjölfarið leiddi til gereyðingarstríðs. 

Á þessari bloggsíðu hefur ítrekað verið bent á undanfarin ár að þetta er óviðunandi ástand og skelfilegasta hættan sem steðjar að mannkyninu. 

 


mbl.is „Fordæmalausar“ hótanir Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

165 ára saga misheppnaðra tilrauna í stjórnarskrármálinu.

Sérstöku stjórnlagaþingi, svonefndum Þjóðfundi, var falið árið 1851 að semja nýja stórnarskrá fyrir Íslendinga.

Þegar dönsku valdsherrunum sýndist að sú stjórnarskrá yrði þeim ekki að skapi, sleit fulltrúi konungs Dana og Íslendinga Þjóðfundinum fyrirvaralaust.

Danir sömdu síðan stjórnarskrá sem var nánast samhljóða þeirri dönsku 1874 og "gáfu" Íslendinguum þá stjórnarskrá, þar sem fyrstu þrjátíu greinarnar voru nær eingöngu um konunginn og stöðu hans í samræmi við friðþæginguna í fyrstu stjórnarskránni 1849.

Þessi stjórnarskrá hefur haldið sér í öllum meginatriðum síðan, þótt Danir hafi gert nýja stjórnarskrá fyrir sig frá grunni fyrir 60 árum.

Talsmenn allra þingflokka lofuðu því 1943 og 1944 að Íslendingar sjálfir myndu eftir stríðið gera nýja stjórnarskrá fyrir Ísland eins og ætlunin hafði verið 1851.

En stjórnarskrárnefnd 1946 mistókst þetta og það rann út í sandinn, þótt fyrsti forseti Íslands brýndi menn til dáða í þessu efni.

Aftur var reynt 1953 en fór á sömu leið.

Eina bitastæða breytingin á afmörku sviði, á kjördæmaskipaninni, var gerð í hatrömmumm pólitískum átökum í tvennum Alþingiskosningum 1959.

 

Stjórnarskrárnefnd Gunnars Thoroddsen mistókst ætlunarverk sitt 1983. 

Þingið var gert að einni deild 1991 og sett inn mannréttindagrein 1995, en stjórnarskrárnefndum 2005 og 2014 hefur mistekist að setja þrjár nýjar greinar inn í stjórnarskrána.

Engum hefði átt að koma á óvart að þetta fór svona í ljósi 165 ára sögu málsins. Þegar allir fulltrúar í stjórnarskrárnefn eru beinir fulltrúar flokkanna óg allir hafa neitunarvald, hefur þetta alltaf misheppnast.

2011, 160 árum eftir Þjóðfundinn (stjórnlagaþingið) 1851, afgreiddi stjórnlagaráð, sem ekki var skipað fulltrúum einstakrar flokka á alþingi, heldur í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu, nýja stjórarskrá einróma. 

 

Þótt þjóðin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða 2012 að leggja skyldi þá stjórnarskrá til grundvallar nýrri stjórnarskra, gerðist það sama og 1851, að valdaöflin komu í veg fyrir það.  


mbl.is Þingið afgreiddi ekki 126 mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær aldrei ef minnst á takmarkaðar auðlindir.

Hlýnun lofthjúps jarðar af mannavöndum er að sönnu tröllaukið viðfangsefni jarðarbúa sem blasir við.

Sífellt heyrast þó raddir um að hún sé ekki af mannavöldum, nú síðast grein um það í Morgunblaðinu.

Gríðarlegir hagsmunir þeirra, sem hagnast til skamms tíma af áframhaldandi sóun orku og annarra auðlinda jarðar ráða þessu öfluga andófi.

Þess vegna er brýnt að gleyma því ekki, að annað atriði og óumdeilanlegra veldur því að ekki verður með nokkrum móti komist hjá því að taka fyrir áframhaldandi sóun þeirra auðlinda jarðar sem eru takmarkaðar og munu þverra á þessari öld nema gripið verði í taumana.

Framundan eru óhjákvæmilegt skipti á orkugjöfum þar sem Íslendingar draga svo lappirnar, að skömm er að, og er þvert á allt skrumið um að við séum langfremstir á sviði umhverfismála.

Tal Sigríðar Andersen í sjónvarpsþætti um umhverfismál og margt af því sem heyra hefur mátt í umræðum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni endurspegla þá tregðu sem skapar þann raunveruleika að enda þótt líklega sé engin þjóð heims í eins góðri aðstöðu til að fara út í skipti á orkugjöfum og við Íslendingar erum við í raun algerir skussar þegar kemur að samgöngum.   

 


mbl.is Mikilvægt skref gegn hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband