Loforð, sem tekur gildi 2018, gefið kortéri fyrir kosningar.

Bjarni Benediktsson gaf kosningaloforð 2013 varðandi kjör aldraðra, sem voru svikin strax eftir kosningarnar og meira að segja var prentaður texti um þetta strokaður út, rétt eins og þetta hefði ekki verið sagt eða skráð. 

Um síðustu áramót í lok árs 2015, voru aldraðir og öryrkjar skildir einir eftir þegar aðrir hópar fengu afturvirka hækkun. 

Nú er lofað, kortéri fyrir kosningar, hækkun upp í 300 þúsund, sem á að taka gildi 2018! 


mbl.is Hækka framfærslu aldraðra og öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska nálægðin.

Stundum er sagt að allir þekki alla á Íslandi eða getað rakið tengsl sín við alla. Kannski ofmælt en þó mikið til í þessu enda þjóðin örþjóð í aflokuðu landi. 

Af þessu leiðir, að fréttin stóra um það að á Íslandi væri minnsta spilling í heimi, samkvæmt alþjóðlegri könnun nokkru fyrir Hrun, var brandari. 

Einnig var það tilfinning mín strax í lagadeild H.Í. upp úr 1960 að ákvæði stjórnarskrárinnar um Landsdóm væri ávísun á vandræði, ef því yrði breitt, og ætti frekar að leggja það níður og skerpa í staðinn á almennum lögum eða ákvæðum stjórnarskrár um ábyrgð stjórnmálamanna á gerðum sínum og eftirliti þar að lútandi. 

Þessi varð líka niðurstaðan hjá stjórnlagaráði, en meðan ekkert gerist í þessum efnum, gildir ákvæðið um Landsdóm áfram ásamt margvíslegu öðru úreltu og umdeilanlegu í núverandi stjórnarskrá.

Í framkvæmd Landsdómsákvæðisins eru þingmönnum lagðar þær óbærilegu skyldur á herðar að ákveða um lögsókn gegn jafnvel nánum samstarfsmönnum og vinum í gegnum þingsetuna og vinnu í þingnefndum.

Faðmlög Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Júlíusdóttur í þingi í dag er gott dæmi um jákvæð áhrif nálægðar þingmanna hverjir við aðra í þinginu, sem oft getur greitt fyrir málefnalegri vinnu og samstarfsvilja þvert á flokkslínur.

En einnig valdið sárindum og leiðindum eins og Landsdómsmálið er gott dæmi um.   


mbl.is Féllust í faðma í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómararnir eru hluti af leikvellinum.

Það hefði lítið verið hægt fyrir okkur Íslendinga að segja við því ef dómarinn hefði dæmt sigurmark Íslendinga af í blálok leiksins í gær, því að afar erfitt var fyrir hann að sjá allt nákvæmlega sem gerðist í hinni ótrúlega flóknu atburðarás, sem dundi yfir á nokkrum sekúndum. 

Svo er að skilja að aðstoðardómarinn eða línuvörðurinn, eins og sá starfsmaður hefur löngum verið nefndur, hafi ráðið úrslitum um það atriði að boltinn hafi farið allur inn fyrir marklínuna, og á Laugardalsvellinum er enginn nýtískulegur búnaður til þess að sjá á sérstaklega tekinni mynd, hvort boltinn var inni eða úti. 

Atvik á borð við þetta, óvænt úrslitamark á síðustu mínútu leiks, virðast fylgja íslenska landsliðinu á þessu ári. 

Sá tími kann að koma að heppnin falli ekki okkar megin, og við því verður ekkert að segja. 

Dómararnir eru hluti af leikvellinum. 

 


mbl.is Sigurmarkið var kolólöglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband