Eins og blökkudrengir í Afríku?

Meðan Safari-rallið í Austur-Afríku var eitt það magnaðasta í HM í ralli, var það háskaleikur blökkudrengja meðal áhorfenda, að hlaupa nokkrir saman út á veginn, standa þar þangað til keppnisbíll kom akandi og hlaupa ekki undan honum fyrr en á síðustu sekúndunum.

Þetta var keppni um það hver stæði lengst á veginum.Reynisfjara

Keppendur kvörtuðu undan þessu en rallvegirir voru langir og engin leið að koma í veg fyrir svona glæfraskap.

Þegar horft er á myndir af ýmsum atvikum í Reynisfjöru, eins og hérna við hliðina og litið á ferðamanninn neðst til vinstri, minnir það um margt á atferli ómenntaðra og bláfátækra blökkudrengja úr strákofum Afríku.

Munurinn er hins vegar sá að þeir ferðamenn, sem storka gæfunni á suðurströndinni á þann hátt sem myndirnar sýna, eru rígfullorðið og vel menntað fólk.


mbl.is Með heilu þorpin á flakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn faldi sig fyrir utan danshúsin.

Slagsmál, bæði á milli einstakra manna og hópa, hafa verið dapurleg hefð í íslensku skemmtanamynstri fyrir utan skemmtistaði og jafnvel innan þeirra.

Þetta hefur verið talið það óhjákvæmilegt að slagsmálahundarnir hafa ekkert verið að fela barsmíðar sínar og jafnvel slegist innan húss.

Í dægurlagatextum hefur verið talað næsta vinsamlega um "ástir, slagsmál og vín" hjá þeim sem "kunna að / kyssa, drekka og slást."

Á mínum æskuárum var rætt um unglingavandamál í Reykjavík varðandi það, að strákar stofnuðu gengi sem vopnuðuðust trésverðum, og börðust síðan.

Hétu þekktustu gengin "Tígrisklóin" og "Sannir Vesturbæingar."

Borgaryfirvöld brugðust við þessu með því að standa fyrir námskeiðum í íþróttum fyrir fjörmikla drengi.

Erfitt var að standast þrýsting jafnaldranna að ganga í þessi félög, og ég fór á eina æfingu, sem var haldin uppi á vatnsgeyminum á Rauðarárholti.

Ég var svo óheppinn að lenda á móti einum leiknasta skylmingamanninum strax á fyrstu mínútunum og hörfaði svo hratt undan honum, að ég féll út af geyminum og viðbeinsbrotnaði.

Þar með leystist æfingin upp og sem betur fer losnaði ég sjálfkrafa við frekari þátttöku í viðureign Sannra Vesturbæinga og Tígrisklóarinnar.

Aðrar þjóðir hafa sjálfsagt sín afbrigði af slagsmálum og átökum og eru átök glæpagengja slæmt fyrirbrigði, því að séu glæpir með í för, er hætta á að átökin verði illvígari en ella.

En ekki þurfti glæpagengi til hér heima til að menn lemstruðust í áflogum. Ein af ástæðunum fyrir banni á hnefaleikum 1956. var sú að einstaklingar, sem æfðu og kepptu í þeim, ollu ölvaðir meiðslum "úti á lífinu" í Reykjavík, sem meira að segja kostaði eitt mannslíf.

Ekki er langt síðan ráðist var á Aron Pálmarsson í miðborg Reykjavíkur og hann slasaður nógu mikið til að detta úr keppni á næsta stórmóti.

Hegðun Íslendinga erlendis hefur heldur ekki alltaf verið til fyrirmyndar og eitt sinn gerðist það að íslensku handboltaliði var vikið úr Evrópukeppni vegna þess að leikmenn höfðu fagnað úrslitum leiks erlendis með því að fara ölvaðir um götu, brjótast inn í búð og hnupla þaðan smáhlutum.

Hér heima voru menn óánægðir með þessa brottvikningu liðsins og töldu atvikið í verslunargötunni ekki hafa tengst Evrópukeppninni, - einstaklingar utan vallar hefðu verið á ferð og ekki rétt að tengja það við íþróttina.

 

 


mbl.is „Enginn var að fela sig“ í Skeifunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinar "hljóðlausu" virkjanir.

Nú þegar hafa verið reistar um 30 virkjanir á Íslandi, sem varla geta talist smávirkjanir, - á Tungnaár- og Þjórsársvæðinu er Búðarhálsvirkjun ný virkjun, og stækkun Búrfellsvirkjunar er stórvirkjun.

Þessar tvær rísa "hljóðalaust" ef svo má segja, - enginn sérstakur ágreiningur hefur komið fram um þær.

Af um 30 meðalstórum og stórum virkjunum, sem risið hafa, hefur verið eða er ágreiningur um um það bil fimm.

Nýju stórvirkjanirnar, og tilvist um 30 virkjana á undan þeim er á skjön við þá síbylju að náttúruverndar- og umhverfisverndarfólk á Íslandi sé "á móti öllum virkjunum," "á móti rafmagni," "á móti atvinnuuppbyggingu" og "vilji fara aftur inn í torfkofana."

Þjóð, sem hefur virkjað fimm sinnum meira rafmagn en hún þarf fyrir eigin heimili og fyrirtæki er ekki "á leið inn í torfkofana."   


mbl.is Virkjað á vormánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband