Að skilja skoðanirnar eftir heima.

Elín Hirst sagði eitt sinn í mín eyru þegar hún var fréttastjóri að fjölmiðlafólk og aðrir í svipaðri stöðu ættu að leitast við að skilja skoðanir sínar í stjórnmálum eftir heima þegar þeir færu í vinnuna á morgnana.

Þetta var vel mælt og gildir líka um kennara og aðra þá, sem fjalla þurfa á óhlutdrægan hátt um menn og málefni.

Ekkert í málarekstri Akureyrarbæjar benti til annars en að Snorri Óskarsson hefði skilið umdeildar skoðanir sínar eftir heima þegar hann fór í vinnuna.

Hann fékk ekki áminningu vegna hegðunar í starfi, heldur vegna skrifa utan starfs og skoðana, sem hann lét í ljós utan kennslustofunnar.

Í hreint óefni hefði stefnt ef Hæstiréttur hefði dæmt öðruvísi en að hafa í heiðri skýr lög um skoðan- og tjáningarfrelsi.  


mbl.is Snorri hafði betur gegn Akureyrarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem flest egg í sömu körfu? Nei.

1965 voru um 95% bókfærðra útflutningstekna Íslendinga sjávarafurðir. Íslensk fyrirtæki fluttu fisk og sjávarafurðir út og fengu arð og gjaldeyri inn í landið.

Sammælst var um það að vera ekki með öll eggin í sömu körfu og sæta sveiflum í fiskverði og aflabrögðum og álverið í Straumsvík var reist til að dreifa áhættunni.

Ein helsta röksemdin alla tíð síðan hefur verið hve stöðug álvinnslan sé og veiti stöðug kjör og vinnuafl.

Virðisaukinn er þó mun minni en hjá sjávarútvegi af því að álfyrirtækin eru í eigu útlendinga og arðurinn rennur úr landi, auk þess sem útflutningsmagnið er í raun erlent þótt gjaldeyristekjur séu bókfærðar á hin íslensku dótturfyrirtæki, og eitt þeirra noti bókhaldsbrellur til að komast hjá því að borga tekjuskatt.

Nú gerist það að álverð fellur, nokkuð sem eigendur álfyrirtækjanna vissu að gæti gerst, því að annars hefðu þeir ekki sett þrýsting á það að orkusalinn verðfelldi sína vöru í takt við verð á áli á heimsmarkaði.

Og í ofanálag er stöðugleikinn ekki meiri en svo að í Straumsvík verða laun í raun lækkuð með því að frysta þau og stillt er upp óvissu um hvort fyrirtækinu verði lokað.

Verkalýðsbaráttan hefur verið drepin, nokkuð sem sjávarútvegurinn gerði þó ekki.

Núna tekur stóriðja í eigu útlendinga 80% af raforkuframleiðslu landsins og búið er að snúa við dæminu með öll eggin í sömu körfunni, sem áltrúarmenn beittu gagnvart sjávarútvegi 1965 en skella skollaeyrum við að beita nú gagnvart einhliða útsölu á orku landins til álvera.  


mbl.is Gríðarlegt tap hjá Rio Tinto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hentugt fyrir fátækt náms- og barnafólk?

Sagt er að mikil eftirspurn sé eftir húsnæði í 101 Reykjavík og að þar liggi miklir möguleikar til þess að leysa húsnæðisvanda náms- og barnafólks.

Ingó veðurguð tæpti aðeins á kjörum fátækra námsmanna í sérkennilegi lagi, sem ekki hlaut náð fyrir þeim sem völdu lag í síðasta Söngvakeppnisþætti.

Nú er borgarsjóðir Reykjavíkur rekinn með meiri halla en dæmi eru um og ljóst, að ef styrkja á fátæka námsmenn og barnafólk til að eiga heima í 101 Reykjavík eru engir peningar til að borga slíkt tuga milljarða verkefni, því að kostnaðurinn er fljótur að vaða upp þegar um svona dýrt húsnæði er að ræða.

Heyrst hefur um um allt að milljón krónu verð á fermetra á hærri hæðum blokka við Skúlagötu og íbúðaverð upp á hundruð milljóna fyrir hverja íbúð.

Ef ferðamönnum fjölgar áfram með svipuðum hraða og verið hefur verða þeir fyrr en varir orðnir fimmfalt til sexfalt fleiri en Íslendingar og ferðamenn þurfa líka húsnæði þann tíma sem þeir dvelja á landinu.

Við lifum á athyglisverðum tímum.


mbl.is Er þetta dýrasti fm landsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband