Furðu margt ómálefnalegt vestra.

Furðu margt ómálefnalegt láta frambjóðendur til vandamesta embættis veraldar freistast til að láta sér um munn fara.

Þetta er bagalegt, því að í leit að einhverju fréttnæmu hyllast fjölmiðlar oft til að leita uppi eitthvað krassandi til að greina frá, og vilja hin ómálefnalegu atriði þá oft verða notadrjúg og það gefur stundum ranga mynd af inntaki málflutningsins.  

Erfitt er til dæmis að skilja hvað Mike Tyson kemur þessari baráttu við.


mbl.is „Við köllum hann Lyga-Tedda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaðlegt fyrir hvaða málstað sem er.

Að gera aðför að manneskju með því ráðast að heimili hennar er skaðlegt fyrir hvaða málstað sem er.

Hvers eiga hans nánustu og nágrannar að gjalda?

Þetta er áreiðanlega ekki það Ísland sem þorri fólks vill sjá.

 


mbl.is Mótmælt við heimili Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram á leiðinni frá grasrótinni.

Undanfari ár hefur mátt sjá þess merki hvernig þeir, sem eiga að heita þjónar flugsins hafa smám saman færst fjær grundvallaratriði þess, sem er "þráðurinn að ofan", grasrótarstarfið í fluginu.

Dæmunum um þetta fer fjölgand og þeirra sér stað um allt land.

Á sama tíma og þjónustustofnun flugsins heldur eitt stykki árshátíð fyrir sjálfa sig, sem kostar þrjátíu milljónir króna, er með flestu mögulegu móti dregið úr stuðningi við grundvallaratriði flugsins, almennt flug, flugmennt og flugmannvirki.

Frumherjar flugs á Íslandi spruttu beint upp úr grasrótinni og lifðu og hrærðust í umhverfi hennar.

Nú er eins og sú öld sé liðin. Einn af frumherjunum sem spruttu úr grasrótinni, var Arngrímur Jóhannsson.

Hann sat um tíma í flugráði, en sagði sig úr því þegar svo var komið, að fund eftir fund snerust umræður allar og áhugi þar á bæ um úthlutanir á aðstöðu kaupahéðna til rýmis í Leifsstöð, en brýn viðfangsefni í almannafluginu sátu á hakanum.


mbl.is Harmar bann við sjónflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu, löngu tímabært.

Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn veltir beint og óbeint tugum milljarða króna í hagkerfinu með tilheyrandi beinum´og óbeinum gjaldeyristekjum.

Kvikmyndagerðin er harður samkeppnisheimur, sem krefst sérstaklega fjölbreyttrar listrænnar og faglegrar þekkingar og tækni auk markviss og öflugs markaðsstarfs.

Þessar staðreyndir eru á skjön við stanslausan áróður, sem ævinlega má sjá þess efnis að listafólk og skapandi greinar séu ónytjungar og byrði og afætur á þjóðfélaginu og alger andstæða stóriðjunnar í þeim efnum.

Rithöfundar stofnuðu sín samtök aldarfjórðungi fyrr en kvikmyndargerðarmenn og þess sér greinilega stað í allri lagaumgjörð og kjaraumhverfi þeirra að þeir hafa haft lengri tíma til að festa sig og eðlileg kjör sín í sessi.

Rithöfundar fá áð lágmarki rúmlega 22% af nettósölu bóka sinna, og ef útgefandinn gerir ekkert í útgáfumálum bókarinnar í fimm ár, fellur allur útgáfu- og höfundarréttur til höfundarins.

Þetta er gerólíkt umhverfinu í tónlistinni þar sem engin svona ákvæði eru í gildi og útgáfurétturinn getur í sumum tilfellum gengið áratugum saman á milli kennitalna og gjaldþrota útgefenda án þess að flytjandinn og skapandi listamaður fái neitt við því gert.

Bókaútgefendur og rithöfundar hafa líka í gegnum tíðina verið natnir við að verja starfsumhverfi og markaðsumhverfi sitt á sama tíma og tónlistarfólk og kvikmyndagerðarfólk hefur átt undir högg að sækja gagnvart "sjóræningjum" á því sviði.

Listræn sköpun á borð við kvikmyndagerð og tónlist er knúin af innri þörf og því miður hafa margir notfært sér það og gert umhverfið hjá mörgu listafólki líkt sjálfspíningu.

Verst er hve margir hafa litíð á slíkt sem sjálfsagðan hlut og komið því inn, að það sé nánast syndsamlegt að listamenn hafi tekjur af sköpun sinni.

Það er löngu, löngu tímabært og fagnaðarefni að kvikmyndagerðarmenn séu í sérstöku stéttarfélagi.  


mbl.is Kvikmyndagerðarmenn verða stéttarfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband